Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Skagamenn hnakkrífast vegna ólyktar: „Allt angar og útatað í þessu. Ógeðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Íbúar Akraness takast nú á inni í Facebook-hópi íbúanna og sitt sýnist hverjum þegar kemur að losun vegna fiskvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. „Kannski bara væl í mér…,“ segir Jakob nokkur sem stofnar til umræðunnar og birtir jafnfram mynd sem hann tók af losun fyrirtæksins:
„Miðað við lyktina núna gæti ég best trúað því að ástandið sé svipað ef ekki verra núna. Mikið væri það nú góð kynning fyrir bæinn okkar ef þetta bærist niður á langasand og marineraði sjósundsfólkið sem er að koma til að heimsækja guðlaugu og langasand. Fyrir allnokkrum árum leyfði ég hundinum mínum að fara í sjóinn á langasandi og hann kom uppúr angandi af lýsi,“ segir Jakob jafnframt.
Þessa mynd tók Jakob fyrr á árinu. 

Í umræðunni undir þræðinum skiptast Akurnesingar í tvo hópa. Annars vegar þá sem vilja ólyktina burt og hina sem telja að vernda þurfi alla atvinnustarfsemi í bænum. Gunna er ein úr fyrrnefnda hópnum. „Viðbjóður!,“ segir hún. „Ein af ástæðum þess að ég fer ekki í sjósund á Akranesi,“ segir Guðbjörg nokkur. 

Og Elísa er ekki hrifin. „Allt angar og útatað í þessu. Fötin, skórnir og við líka. Ógeðslegt.
Pæla ef við værum enn að dæla skítnum okkar niðri fjörur og ekki að hreinsa.
Afhverju er ekki sama um þetta og skítnum okkar? Þetta er úrgangur sem er dælt í fjörurnar okkar. Og eitt annað. Það myndi enginn sætta sig við þessa hávamengun fyrir utan heima hjá sér á næturnar og lyktarmengun. Afhverju þurfum við að gera það?,“ spyr Elísa.

 

Pétur vill hins vegar loka á þessa umræðu. Hipp hipp ….. burt með alla atvinnu starfsemi frá Akranesi skulum bara lifa í kyrrð og ró og lyktarlausu umhverfi ,endalaust anskotans væl um allaskapaða hluti er illa þolandi og óskiljanlegt að sumt fólk skuli yfir höfuð vilja búa í þessum góða bæ ,, endalaust tuð og tafs um allt og ekkert, væri alveg umhugsunarvert að koma sér bar eitthvet annað til að geta notið lífsins ef allt er svona assgoti illaþefjandi og ómögulegt hér á Akranesi!!,“ segir Pétur ákveðinn. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -