Fimmtudagur 21. september, 2023
5.8 C
Reykjavik

Skellt í lás á Stokkseyri: „Ég er bara mjög sár og reið yfir þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Til stendur að skerða þjónustu við íbúa Stokkseyrar og Eyrarbakka í sparnaðarskyni.

Nýverið var greint frá því að stytta ætti opnunartíma sundlaugar Stokkseyrar talsvert. Frá 1. september verður laugin aðeins opin þrjá daga í viku og frá 1. nóvember verður henni svo lokað í fjóra mánuði. Nokkuð ljóst er að mikla skerðingu á þjónustu er að ræða

„Ég er bara mjög sár og reið yfir þessu að við skulum þurfa að taka þennan stóra skell. Þetta er eiginlega það eina sem við höfum eftir og mjög sárt að tapa þessu. Bara hræðilegt,“ sagði Valgerður Elfarsdóttir, fastgestur laugarinnar, í samtali við RÚV.

„Þetta er náttúrulega hluti af heilsueflingu og svona eykur lýðheilsu íbúa á staðnum, allra aldurshópa, sem að ef af er tekið þá náttúrulega getur það aukið líkur á einmanaleika, þunglyndi, hreyfingarleysi sem að myndi þá skila sér í meiri kostnaði inn í heilbrigðiskerfið,“ sagði Herdís Ásmundsdóttir, íbúi á Stokkseyri, um málið.

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs í Árborg, segist vera meðvitaður um óánægju fólks.

„Við vonumst sannarlega eftir því að með bættum hag verði hægt að endurskoða, meðal annars opnunartíma sundlauganna,“ sagði Bragi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -