Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Skemmtistaðaskelfir handtekinn fyrir ítrekuð leiðindi – Rúntaði um miðbæinn á golfbíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan stöðvaði þó nokkra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum en ekki fylgdi dagbókarfærslu lögreglunnar hverjar málalyktir urðu. Einnig barst lögreglu tilkynning um hóp manna sem réðist á einn einstakling í miðbænum en fantarnir hlupu af vettvangi. Náðist atvikið að hluta til á myndband og er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst tilkynning um unga aðila keyrandi golfbíl um götur bæjarins og fór lögreglan að kanna málið. Ekki fylgir sögunni hvernig málið endaði.

Í Hafnarfirði var sótölvaður einstaklingur að ónáða gesti og gangandi við krá, upp úr miðnætti en fjölmargar tilkynningar bárust vegna hans. Eftir að lögreglan hafði gert heiðarlegar tilraunir til þess að vísa manninum heim eða reyna að aka honum þangað, var ákveðið að hann myndi gista fangageymslur vegna ástands.

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglunni önnur tilkynning vegna svartölvaðs manns sem var til ama utan við skemmtistað í Hafnarfirði en starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð. Var skemmtistaðaskelfirinn fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið. Manngarmurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglunni sem annast Kópavog og Breiðholt barst tilkynning rétt fyrir eitt í nótt um innbrot en þegar lögreglan mætti á vettvanginn var búið að spenna upp glugga en þegar dagbókarfærslan var rituð var ekki vitað hvort og þá hvað hafi verið tekið en málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -