• Orðrómur

„Skilmálar velflestra lána eru ólöglegir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í málaferlum Neytendasamtakanna á hendur stóru bönkunum þremur, Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbanka. Samtökin ætla sér að fara í mál vegna meints ólögmætis breytilegra lánavaxta, eins og tilkynnt var um í vor. Til þess að taka þátt þurfa neytendur að hafa tekið lán með breytilegum vöxtum.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir að neytendur sem tekið hafi lán með breytilegum vöxtum geti átt rétt á endurgreiðslu, ef þeir taki þátt.

Þar segir um málið:

„Skilmálar velflestra lána eru ólöglegir að mati Neytendasamtakanna, þar sem ákvarðanir um vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og ógegnsæjar og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum og leita að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm.

Jafnframt eru lántakar hvattir til þess að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur.“

Neytendasamtökin höfðu áður krafið bankana um lagfæringu skilmála sinna og leiðréttingu á hlut þeirra lántaka sem hallað hafði verið á. Bankarnir höfnuðu hinsvegar kröfum Neytendasamtakanna og því fór málið í þennan farveg.

- Auglýsing -

Á heimasíðu samtakanna segir ennfremur:

„Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína.“

Með hækkandi stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafa bankar síðustu misseri hafist handa við að hækka sína eigin vexti. Eins og gefur að skilja kemur þetta sérstaklega illa niður á fólki með óverðtryggð fasteignalán. Greiðslubyrði þeirra gæti hækkað um tugi þúsunda á ári.

- Auglýsing -

Þannig hækkaði Arionbanki bæði innláns- og útlánsvexti sína í byrjun mánaðar, en Landsbankinn hafði hækkað sína vexti tveimur dögum fyrr. Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hjá Arionbanka hækkuðu um 0,2 prósentustig og óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækkuðu um 0,14 prósentustig.

Í tilkynningu Arionbanka í upphafi mánaðar sagði:

„Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.“

Ákvarðanir um vaxtahækkanir á lánum með breytilegum vöxtum eru því, eins og Neytendasamtökin hafa bent á, verulega matskenndar. Gagnsæi í ákvarðanatöku bankanna er afar lítið.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir:

„Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum og leita að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm án endurgjalds. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast við og verja rétt sinn og fjárkröfur.“

Á heimasíðu Neytendasamtakanna má lesa meira um hvað málið snýst og sækja um að taka þátt.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -