Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Skipherra Týs hættur hjá Landhelgisgæslunni – Sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipherrann sem sendur var í leyfi hjá Landhelgisgæslunni í fyrra er ekki lengur við störf hjá Gæslunni.

Sjá einnig: Rannsóknin á skipherra Gæslunnar er ennþá í gangi: „Óbreytt staða, málið enn í vinnslu“

Thorben Lund, skipherra varðskipsins Týs, sem sendur var í leyfi er hættur störfum hjá Landhelgisgæslunni. Var hann sendur í leyfi eftir að ásakanir um einelti og kynferðislega áreitni kom upp um borð í Tý á síðasta ári.

Sjá einnig: Þetta er skipherra Gæslunnar sem sendur var í leyfi – Meint kynferðisleg áreitni til rannsóknar

Í kjölfarið hóf Gæslan rannsókn á málinu og sendi Thorben í leyfi á meðan á rannsókninni stóð. Virðist sem rannsóknin hafi verið ítarleg þar sem hún tók nokkuð langan tíma.
Mannlíf hafði samband við Landhelgisgæsluna fyrir helgi og spurði út í gang mála hvað varðaði mál skipherrans. „Viðkomandi starfar ekki lengur hjá Landhelgisgæslu Íslands. Landhelgisgæslan getur ekki tjáð sig frekar um málið þar sem um starfsmannamál er að ræða,“ svaraði upplýsingafulltrúi Gæslunnar. Ekki er því víst hvernig málinu lauk af hálfu Landhelgisgæslunnar eða hvernig stendur á því að Lund sé ekki lengur við störf þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -