Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skipstjóri dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að sigla á sker – Sagði siglingatölvu hafa bilað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipstjóri á 30 tonna fiskiskipi var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands, í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir yfirsjón og vanrækslu er hann sigldi bátnum á svonefnt Flyðrusker, skammt austan við Papey.

Atvikið átti sér stað í október 2020 er skipið var á leið frá Söðvarfirði á leið á miðin úti fyrir Hornafirði. Við áreksturinn kom stærðar gat á stefni bátsins og þurfti að draga hann til hafnar á Djúpavogi. Aukreitis var skipstjórinn dæmdur fyrir að skrá tvo skipverja ekki í skiprúm áður en haldið var á miðin.

Varðar slíkt við ákvæði siglingarlaga sem segir:

„Hafi skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.“

Sér til málsbóta hafði skipstjórinn að bilun hefði orðið í siglingatölvu og skjámynd frosið. Þrátt fyrir það þótti dómurinn að hann hefði átt að taka eftir þeirri bilun og hafa sérstaka aðgát á þessum slóðum. Ekki þarf skipstjórinn að sitja inni fyrir brot sitt haldi hann skilorði næstu tvö árin en honum er gert að greiða sakarkostnað sem eru rúmar tvær milljónir króna.

Rúv sagði frá málinu í dag.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -