2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Skipulagsbreytingar hjá Birtíng útgáfufélagi

Útgáfufélagið Birtíngur tilkynnti um skipulagsbreytingar og hagræðingu í rekstri í dag. Fjórtán starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á deildir fyrirtækisins.

Útgáfufélagið Birtíngur hefur verið starfandi frá árinu 1967 og gefur út fríblaðið Mannlíf, sem kemur út alla föstudaga í 80 þúsund eintökum í höfuðborginni. Engin breyting verður á útgáfu blaðsins sem hefur fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins. Félagið gefur einnig út tímaritin Vikuna, Gestgjafann og Hús og hýbili og heldur úti vefnum mannlif.is og ekki er fyrirhuguð breyting á útgáfu þessarra miðla.

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs segir að það sé eðlilega mikið áfall fyrir starfsmenn útgáfunnar að missa vinnuna en að hagræðing í rekstri fyrirtækisins hafi verið nauðsynleg. „Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur verið erfitt um langt skeið og núverandi efnahagslægð hafi mikil áhrif á auglýsingar fyrirtækja sem leiði af sér minni tekjur. Þá er áfram óvissa um úthlutun fjölmiðlastyrks og horfur efnahagsmála á komandi mánuðum.“

Sigríður segist vonast til þess að umhverfi einkarekinna fjölmiðla styrkist á komandi misserum en núverandi stærð og umsvif Rúv á auglýsingamarkaði ásamt samdrætti í efnahagsmálum þvingi fjölmiðlafyrirtæki til hagræðingar og fækkun starfa.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum