Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Skítugar nærbuxur í sundlaugum Reykjavíkur: „Baðverðirnir eru oftast ekki á tánum yfir þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslendingar hafa lengi verið kröftug sundþjóð og líklega fáar þjóðir sem hafa jafn hátt hlutfall syndra einstaklinga. Því miður virðist það hafa færst í aukanna undanfarin ár að sundlaugargestir fari ekki eftir þeim reglum sem sundlaugarnar setja þeim ef marka má spjallsíðuna Reddit.

Á spjallsíðunni má finna umræðu þar sem rædd er tiltekin hegðun ungra íslenskumælandi karlmanna. Sú hegðun felur í sér að mæta í óhreinum nærbuxum í sturtuklefann, þvo sér án þess að fara úr nærbuxum, og fara svo í sundbuxur yfir. Töluvert margir íslenskir notendur síðunnar höfðu orðið vitni að þessari hegðun.

„Baðverðirnir eru oftast ekki á tánum yfir þessu og koma þarna við tvisvar á dag til að sprauta á sokkakusk á gólfinu. Annars láta þeir ekki sjá sig mikið í sturtunum. Það var alltaf allt vitlaust þegar ég var yngri og einhver var gómaður við að sturta sig ekki allsberan,“ segir notandinn finnthewhyking um málið og taka 67 manns undir með honum. Annar notandi, sem segist hafa unnið sem sundlaugarvörður, staðfestir þessa hegðun og segir að aðallega sé um að ræða karlmenn á aldrinum 13 til 20 ára.

Ekki voru allir sammála um mögulegar ástæður en tvær kenningar virðast líklegastar að mati notenda.

Sú fyrri var einfaldlega að hér væri um að ræða mikla spéhræðslu. Sú seinni var að ungir karlmenn ættu einfaldlega ekki sundbuxur með neti í heldur einungis stuttbuxur og að nærbuxurnar væru notaðar sem einhverskonar kynfæranet til að hindra að það sjáist í kynfærin í sundlauginni.

Einhverjir vildu meina að þarna gætu verið túristar á ferð en hefur það verið lengi í samfélagsumræðunni að erlendir gestir hreinlega þvoi sér ekki í sundlaugum landsins.

- Auglýsing -

Mannlíf hafði samband við Sundhöll Reykjavíkur varðandi málið og fékk þau svör að fari fólk ekki eftir settum reglum sé því vísað upp úr lauginni. Taka skal fram að þessi hegðun er ekki bundin við Sundhöllina eina heldur allar laugar höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -