Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Skoðanakönnun: Berð þú traust til Sólveigar Önnu sem formanns Eflingar?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldar hafa logað í kringum Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann stéttarfélagsins Eflingar og stjórn hennar undanfarið, eftir að öllu starfsfólki á skrifstofunni var sagt upp.

Sólveig Anna hætti sem formaður í október síðastliðnum vegna átaka innan Eflingar. Hún hefur sagt frá því að henni hafi ekki verið veittur vinnufriður og að ákveðið starfsfólk á skrifstofunni hafi gert henni og stjórn hennar erfitt fyrir og reynt að bregða fyrir þau fæti í hverju skrefi. Starfsfólk skrifstofunnar hefur ekki sömu sögu að segja og hafa sumir starfsmenn lýst eineltistilburðum og einræðisháttum af hálfu Sólveigar Önnu og stjórnarinnar.

Sólveig Anna fór aftur fram í kjöri til formanns nú í febrúar og hlaut 54 prósent af heildaratkvæðafjölda. Kjörsókn var einungis 15,09 prósent en það þykir í sjálfu sér ekki óvenjulegt í kosningum til stjórnar stéttarfélaga.

Á morgun, miðvikudaginn 27. apríl, verður haldinn félagsfundur að beiðni félagsmanna Eflingar, vegna stöðunnar sem er uppi eftir að stjórn félagsins sagði upp öllu starfsfólki skrifstofunnar á dögunum. Samkvæmt heimildum Mannlífs er skrifstofan nú svo gott sem óstarfhæf, sem bitnar með alvarlegum hætti á þjónustu við félagsmenn. Fundurinn verður haldinn í Valsheimilinu klukkan 18.

Mannlíf ræddi í gær við Gabríel Benjamin, kjaramálafulltrúa hjá Eflingu og trúnaðarmann VR á skrifstofunni. Hann sagði félagsfundinn geta breytt stöðunni en ómögulegt væri að segja til um hver niðurstaðan yrði.

„Þær ákvarðanir sem eru teknar á félagsfundi verður stjórnin að virða. Ef félagsfundur kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi að draga hópuppsagnir til baka, þá ber stjórninni samkvæmt lögum að fylgja þeim fyrirmælum. Ef það er lagt fram vantraust, þá situr stjórnin undir vantrausti. Öll fundarsköp gera ráð fyrir því að stjórn ætti nú bara að segja af sér ef það gerist,“ sagði Gabríel Benjamin í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins og áhrif þess innan stéttar- og verkalýðsfélaga á landinu því mikil. Mannlíf vill gjarnan vita hvað lesendum finnst – hvort þeir beri traust til Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar.

Hér fyrir neðan má kjósa í skoðanakönnun um málið.

Berð þú traust til Sólveigar Önnu sem formanns Eflingar?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -