Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Skoðanakönnun – upphaf skólastarfs: 73 prósent svarenda ósammála ákvörðun um opnun skólanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgun voru lesendur Mannlífs spurðir hvort þeir væru sammála þeirri ákvörðun að opna skóla landsins á hefðbundnum tíma, þrátt fyrir sögulegan fjölda innanlandssmita undanfarið. Lesendur voru spurðir:

„Ert þú sammála ákvörðun ráðherra um að opna skólana þrátt fyrir fjölda smita?“

Flestir voru ósammála opnun skóla landsins, eða tæplega 73 prósent svarenda. Langt fyrir neðan eru þeir sem eru sammála ákvörðuninni, eða tæp 20 prósent. Einungis tæp 8 prósent voru sammála opnun skólanna, en hefðu viljað sjá frekari takmarkanir á starfinu.

Flestir grunnskólar landsins opnuðu í dag. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun að fresta ekki upphafi skólastarfsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað að fylgja ekki þeim ráðleggingum. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af kennurum landsins.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -