Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Skólar undirbúi sig fyrir hertar aðgerðir í haust

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skólastjórnendur og fyrirtæki eiga að undirbúa sig fyrir hertari aðgerðir gegn Covid-19 í haust. Það er mat Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Háskól Íslands hefur nú þegar kynnt hertari aðgerðir.

Hertar aðgerðir gegn Covid-19 tóku gildi í gær og gilda til 13. ágúst næstkomandi. Þar er tveggja metra reglan algild og hundrað manna samkomutakmark sett á. Á fundi almannavarna og landlæknis í gær sagði Víðir það skynsamlegt að skólar og fyrirtæki ættu að vera við öllu búin í haust. „Ég held það sé bara skynsamlegt að undirbúa sig. Ég held að það hljóti bara að vera að allir aðilar sem fara af stað með starfsemi í haust að þeir láti það ekki koma sér á óvart að við séum enn í þessu,“ sagði Víðir.

Víðir Reynisson.

„Það getur vel verið að við þurfum svo að grípa til einhverra aðgerða aftur seinna í haust eða vetur. Þannig að það væri bara mjög skynsamlegt hjá stjórnendum þessara stofnana, og annarra eins og til dæmis stórir vinnustaðir, að undirbúa sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -