Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Skora á íslensk stjórnvöld vegna umhverfsislyss Arnarlax: „Stöndum vörð um íslenska náttúru!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri samtök og fyrirtæki skora á yfirvöld vegna umhverfisslyss Arnarlax í Arnarfirði en þá sluppu 80.000 norskir eldislaxar úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum.

Eftirfarandi áskorun var send á stjórnvöld:

Áskorun til stjórnvalda vegna umhverfisslyss Arnarlax í Arnarfirði 

Villtum stofnum fórnað 

Nýverið sluppu um 80.000 frjóir norskir eldislaxar úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á  Íslandi telur um 50.000 laxa. Slysasleppingin er grafalvarlegt umhverfisslys sem Arnarlax hefur verið  sektað um 120 milljónir króna fyrir og mun hafa alvarleg  erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi.  

Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún  einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum  náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni. 

- Auglýsing -

Náttúrunni fórnað 

Erfðamengun villtra stofna í kjölfar slysasleppinga er óafturkræft umhverfisslys. Ekki stendur þó aðeins villtum laxastofnum ógn af sjókvíaeldi því iðnaðurinn skilur einnig eftir sig mengun á hafsbotni, öðrum villtum stofnum stafar ógn af lúsafári og sjúkdómum og ímynd óspilltrar náttúru Íslands er í hættu. 

Byggðum fórnað 

- Auglýsing -

Á Íslandi eru rúmlega 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og skapar laxveiðin margfalt fleiri störf en  sjókvíaeldi mun nokkurn tíma gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemur 13,5 milljörðum króna árlega.  Slysasleppingar sem þessi rýra verðmæti þeirra  náttúrulegu auðlinda sem fjölskyldur á landsbyggðinni  treysta á. Orðspor Íslands sem upprunalands hreinleika er líka svert.


Lærum af reynslu annarra 

Ætla stjórnvöld að gera sömu mistök og aðrar þjóðir sem  ala frjóan og framandi lax í opnum sjókvíum? Er stefna  stjórnvalda að þurrka út villtan lax á Íslandi og þar með  hlunnindi og ferðaþjónustu í laxveiðiám fyrir ofsagróða  norskra sjókvíaeldisfyrirtækja? Af hverju eru íslensk stjórnvöld að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir okkar? 

Áskorun til stjórnvalda 

Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra  að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það verður  um seinan. Kallað er eftir trúverðugri áætlun sem miðar  að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 

Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á  að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að  stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að  stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra  ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO  staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld.  Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra  að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á  meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í  fjörðum landsins. 

Einnig er skorað á ferðamálaráðherra að vernda þau  2.250 lögbýli sem treysta á laxveiðihlunnindi og eru  ómetanlegur partur af ferðaþjónustu landsins.  

Stöndum vörð um íslenska náttúru!

NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd,  Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project,  Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven  Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur  (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -