Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Skora á landbúnaðarráðherra að auka grænmetisræktun á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagið Samkaup, sem rekur um sextíu smávöruverslanir víðsvegar um landið, hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra sérstaka áskorun um að auka grænmetisræktun á Íslandi.

Í bréfi til ráðherra er hvatt til þess að í boðuðum aðgerðum stjórnvalda til þess að hamla gegn efnahagskreppu verði sérstaklega ýtt undir innlenda grænmetisframleiðslu með opinberum ráðstöfunum.

Í bréfinu segir að framleiðsla á grænmeti á heimsvísu kunni að dragast saman þar sem framleiðendur ytra eigi erfitt með að starfrækja fyrirtæki sín á fullum afköstum vegna ástandsins sem hefur myndast vegna COVID-19. Nú þegar séu tafir á fluningsleiðum farnar að hafa mikil áhrif á framboð auk þess sem miklar verðhækkanir eru í kortunum. Því skipti mestu að hægt verði að tryggja aukna framleiðslu innanlands.

„Stjórnvöld geta hvatt til þess að innlend grænmetisframleiðsla verði aukin og fylgt því eftir með hagrænum hvötum og stuðningsaðgerðum. Þær einstöku aðstæður sem við er að glíma um þessar mundir kalla á að gripið sé til framleiðsluhvetjandi aðgerða eins og til að mynda niðurgreiðslna á raforkuverði til grænmetisbænda, aukinna beingreiðslna eða sölutryggingar af einhverju tagi. Samkaup beina því til ráðherra að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar geri sitt til þess að innlendir framleiðendur geti sem best annað spurn eftir grænmeti á Íslandi,“ segir í bréfi Samkaupa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -