Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Skotárásin í Hafnarfirði – Sex ára barn í öðrum bílnum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sex ára drengur var ásamt föður sínum í öðrum bílnum sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Þetta kemur fram hjá Vísi.

Skotmaðurinn, sem er karlmaður á sjötugsaldri, skaut í morgun á tvo bíla úr íbúðarhúsi við Miðvang í Hafnarfirði. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps, en faðir ásamt sex ára gömlum syni sínum voru í öðrum bílnum sem skotin dundu á. Faðirinn segist í samtali við Vísi hafa verið á leið með son sinn á leikskólann þegar þeir urðu fyrir árásinni. Hann er sagður í miklu áfalli og vill ekki láta nafns síns getið.

Skotmaðurinn er sagður hafa skotið með byssu út úr íbúð í húsinu við Miðvang, þar sem hann hélt síðan til í um fjórar klukkustundir, á meðan sérsveit ríkislögreglustjóra annaðist aðgerðir á svæðinu.

Fyrst bárust fréttir af því að árásarmaðurinn hefði skotið á eina mannlausa bifreið. Síðar kom í ljós að bílarnir voru tveir og annar þeirra ekki mannlaus. Ljóst er að mun verr hefði getað farið.

Bílarnir sem maðurinn skaut á voru staðsettir á bílastæði milli blokkarinnar sem hann hélt til í og leikskólans Víðivalla. Foreldrum þeirra barna sem mætt voru á leikskólann barst tilkynning vegna árásarinnar í morgun og þeim tjáð að börnin væru örugg inni í skólanum. Foreldrar þeirra barna sem ekki voru þegar mætt voru beðnir um að halda sig heima. Umsátrinu lauk þegar maðurinn gafst upp og kom út úr íbúðinni.

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu annast rannsókn málsins, sem er á frumstigi, en líkt og áður sagði er skotárásin rannsökuð sem tilraun til manndráps.

- Auglýsing -

 

Íbúum við Miðvang og öðrum sem kann að líða illa vegna árásarinnar er bent á að hringja í hjálparsíma Rauða krossins, 1717. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -