Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Skotið inn um þrjár rúður í Kópavogi – Lögreglan biður um þína hjálp

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skotið var inn um þrjár rúður í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi í vikunni. Skotárásirnar fóru fram að næturlagi og var skotið inn um rúður í tveimur íbúðum. Á öðrum staðnum hafnaði byssukúlan í borðstofuborði.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var íbúum eðlilega mjög brugðið við skorárásirnar. Lögregla rannsakar nú hvort lofbyssa hafi verið notuð í verknaðinn og biður alla þá sem geta veitt upplýsingar að hafa samband hið fyrsta.

Svona hljóðar tilkynning lögreglunnar:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. Á öðrum staðnum fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði. Húsráðendum var eðlilega mjög brugðið vegna þessa, en talið er að loftbyssa hafi verið notuð við verknaðinn.

 Þau sem kunna að búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglustöðina á Dalvegi 18 í Kópavogi í síma 444 1000.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -