Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Skrapp í land í Aberdeen en snéri aldrei aftur – Hvað varð um Hjört Björnsson?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjörtur Björnsson var vanur sjómaður og þekktur sem slíkur á Seyðisfirði, heimabæ sínum. Hafði hann verið formaður á nokkrum bátum en árið 1951 var hann skipverji á vélskipinu Víking. Í febrúar það ár lá skipið við höfn í Aberdeen í Skotlandi. Þegar félagar hans ætluðu aftur um borð eftir að hafa skroppið í land, sagðist Hjörtur koma innan skamms á eftir þeim. Það gerði hann hins vegar ekki því hann hvarf sporlaust. Til hans sást aldrei framar.

Morgunblaðið sagði svo frá hvarfinu á sínum tíma:

Sjómaður frá Seyðisfirði hverfur í Aberdeen-höfn

Skipsfélögum þykir hvarf hans óskiljanlegt

KUNNUR sjómaður hjer úr bænum, sem verið hefur skipverji á vjelskipinu Víking, hvarf af skipinu er það lá í höfn í Aberdeen þann 26. febrúar. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Þykir mönnum hjer hvarf hans óskiljanlegt.

Hjörtur Björnsson hefur lengi stundað sjósókn hjeðan frá Seyðisfirði og oft verið formaður á bátum. Hefur farið af honum orð sem sjósóknara.

SAGÐIST KOMA INNAN STUNÐAR
Að kvöldi þess 26. febrúar lá Víkingur í „dokk“ í Aberdeen ferðbúinn. Þá um kvöldið, kl. níu skildi með þeim Hirti og skipstjóra Víkings, er hjelt til skips. Sagðist Hjörtur koma innan stundar. Þar sem þeir voru, er um tveggja til þriggja mín. gangur, niður í „dokk“ þá, er Víkingur lá.

LÖGREGLAN HEFUR LEIT
Um kvöldið kl. 10 var Hjörtur ókominn. Skipstjóri tilkynnti þá lögreglunni hvarf hans. Um kvöldið hóf Aberdeenlögreglan mjög skipulega leit að Hirti um alla borgina og í höfninni. Leitað var t.d. í skipum, sem þar voru, og eins var slætt. Þessi leit lögreglunnar bar ekki árangur. Í gærdag barst svo hingað skeyti frá Aberdeen-lögreglunni, þess efnis, að Hjörtur hefði ekki enn fundist.

- Auglýsing -

ÓSKILJANLEG
Skipsfjelagar Hjartar telja hvarf hans óskiljanlegt. Útilokað telja þeir, að hann hafi fyrirfarið sjer. Kvöldið sem Hjörtur hvarf, var brottför Víkings frestað og fór báturinn ekki úr höfn fyrr en tveim dögum síðar. Þess skal getið að er Hjörtur hvarf mun hann hafa haft meðferðis um fimm pund. Leitinni mun verða haldið áfram. Hjörtur Björnsson var ókvæntur, fimmtugur að aldri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -