Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Skrifar í tilefni stórafmælis Pútíns: „Heima í Rússlandi er hann æ oftar kallaður Vladimír 1.““

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson er ansi gagnrýninn á viðbrögð Vesturveldanna gagnvart innrás Rússa í Úkraínu í nýrri færslu á Facebook.

Færsluna skrifaði Illugi í tilefni 70 ára afmæli Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Segist fjölmiðlamaðurinn hafa heimildir fyrir því innan úr Kreml að allt sé þetta búið að ganga eftir áætlun hjá Rússum. Færslunni ber ekki að taka 100% alvarlega þar sem Illugi er þekktur fyrir sinn lúmska húmor og kaldhæðni:

„Pútin er sjötugur í dag. Heimildir mínar djúpt, djúpt innan úr Kreml herma að í upphafi ársins hafi verið búið að plana afmælið svona:

Stutt og snaggaraleg innrás í Úkraínu í febrúar. Zelensky og menn hans leggja á sneypulegan flótta, úkraínski herinn hrynur eins og spilaborg, eftir þrjár vikur er öll Úkraína á valdi Rússa. Fjöldi íbúa fagnar rússnesku skriðdrekunum. Vesturlönd reyna að bregðast við en eru svo sjálfum sér sundurþykk að hjálp þeirra við Úkraínumenn er öll í skötulíki og Pútin hlær bara að fálmkenndum efnahagsaðgerðum.
Alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir orðnum hlut.
Eftir að allt er fallið í ljúfa löð er í september haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Úkraínu um samruna við Rússland. 97,83 prósent Úkraínumanna reynast vilja samruna við Rússa. Á sama tíma óskar Lúkashenka forseti Belarús líka eftir sameiningu lands síns við Rússland, segir af sér og verður húsvörður í höll Pútins við Svartahaf. Eystrasaltsríkin taka að friðmælast við Rússa og því jafnvel fleygt að þau gangi úr NATO.
7. október 2022 — haldið er upp á sjötugsafmæli Pútins með stórkostlegri viðhöfn og formlegri sameiningu Úkraínu og Belarús við Rússland. Snilld Pútins er viðurkennd innanlands og utan. Heima í Rússlandi er hann æ oftar kallaður Vladimír 1.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -