2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Skúli krefst þess að Sveini Andra verði vikið frá

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, krefst þess að  Sveini Andra Sveinssyni lögmanni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.

 

Skúli byggir kröfu sína á því að Sveinn Andri hafi veitt rangar og villandi upplýsingar um mikilvæg málefni búsins, bæði í fjölmiðlum og á skiptafundum og þannig rýrt verulega það traust sem til hans þurfi að ríkja sem skiptastjóra. Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

„Ég lít á þetta sem meðmæli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, inntur eftir viðbrögðum við kröfu Skúla.

Skúli byggir kröfu sína einnig á meintri vanrækslu Sveins við upplýsingagjöf, bæði um skiptakostnað og þóknanir og á því að Sveinn Andri hafi tekið sér þóknun af fé búsins án þess að hafa til þess viðhlítandi heimild. Vísar Skúli einnig til umfjöllunar Fréttablaðsins um kaup Ballarin á eignum þrotabúsins en haft var eftir Sveini Andra í fréttinni að uppsett kaupverð væri þegar greitt.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum