2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Skúli tekur flugið hjá Play

Elías Skúli Skúlason, oftast kallaður Skúli, stjórnarformaður og einn eigenda flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates, verður aðaleigandi Play-flugfélagsins eftir að brúarlánum hans til félagsins verður breytt í hlutafé. Samkvæmt heimildum Mannlífs munu fyrrum aðaleigendur félagsins halda áfram störfum sínum að undanskildum Boga Guðmundssyni, yfirmanni lögfræðisviðs félagsins.

Play stefnir á að hefja flug 1. október og hefur flugfélagið kynnt áætlun sína fyrir helstu samstarfsaðilum og bakhjörlum. Flugrekstarleyfið liggur klárt hjá Samgöngustofu. Það er hins vegar talvert kostnaðarsamt að reka flugfélag án tekna, líkt og Play hefur gert síðan síðastliðið haust. Félagið átti í erfiðleikum með að greiða laun þar til bjargvættur kom inn í félagið og situr nú í stjórn þess. Sá bjargvættur er Elías Skúli sem verið hefur í lykilhlutverki við að veita Play brúarfjármögnun sem nú hefur skilað honum í hlutverk meirihlutaeiganda.

Elías Skúli, oftast kallaður Skúli, hefur fjármagnað rekstur Play á þessu ári sem nemur á bilinu 40-50 milljónir króna á mánuði með 40 starfsmenn sem vinna að því að komast í háloftin í haust. Staða hans hjá félaginu er því orðin sterk og við breytingu lána í hlutafé þynnast fyrri eigendur út.

Heimildir Mannlífs herma að Elías Skúli hafi verið eini fjárfestirinn sem veitt hafi fjármagn inn í félagið á árinu og aðkoma hans, að því er virðist, mikill happafengur fyrir félagið.

AUGLÝSING


Nánar um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum