Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Skýrsla Þórhildar Sunnu verður borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu: „Ég er gríðarlega stolt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur náði þeim merka áfanga í gær að koma skýrslu sinni um varðhaldið á Julian Assange í umræður og kosningu á Evrópuráðsþinginu í París.

„Sumir dagar eru einfaldlega betri en flestir í alþjóðastarfinu! Í dag náði skýrsla mín um varðhaldið á Julian Assange fram að ganga á fundi laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins í París.“ Þannig hefst færsla Píratans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur enda ærin ástæða til að benda á þennan merka árangur. Og hún heldur áfram:

„Skýrslan staðhæfir að Julian Assange hafi verið pólitískur fangi þar til hann var leystur úr haldi í sumar og að meðferðin á honum hafi haft kælandi áhrif á tjáningarfrelsi og sérstaklega fjölmiðlafrelsi um heim allan. Þetta var alls ekki sjálfgefin niðurstaða enda mál hans umdeilt og hápólitískt hér í Evrópuráðinu sem og annars staðar. Ég er því gríðarlega stolt af því að þessi áfangi sé í höfn.“

En hvað þýðir þetta nákvæmlega?

„Skýrslan er nú formlega orðin að skýrslu laga- og mannréttindanefndarinnar og hún verður rædd og borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu í byrjun október næstkomandi og ég er bjartsýn á að það takist miðað við stuðninginn í nefndinni í morgun,“ skrifar Þórhildur Sunna í færslunni í gær.

Í færslunni talar Pírataþingkonan einnig um vin sinn sem hún fékk að hitta eftir fundinn en það er fyrrum pólitíski fanginn Vladimir Kara-Murza sem nýlega var sleppt úr fangabúðum Síberíu.

- Auglýsing -

„Eftir samþykkt skýrslunnar minnar fékk ég síðan bestu gjöf dagsins, að hitta vin minn og fyrrum pólitíska fangann Vladimir Kara-Murza og Evgeniu konu hans sem ég hef unnið náið með á meðan hann var í rússnesku fangelsi. Nú er Vladimir frjáls maður og ávarpaði nefndina okkar, rétt eins og hann gerði fyrir 2 árum, aðeins örfáum dögum áður en hann var handtekinn í Moskvu og síðar dæmdur til 25 ára vistar í harðneskjulegum fangabúðum í Síberíu. Vladimir var meðal þeirra fanga sem fengu frelsi sitt í gegnum fangaskipti milli Rússlands og Bandaríkjanna, Þýskalands og fleiri ríkja.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -