Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Slagsmál brutust út í matvöruverslun í nótt – Hestamaður fluttur á bráðamóttökuna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók hennar. Hér eru helstu viðburðir næturinnar.

Slagsmál brutust út í matvöruverslun í austurborginni en lögreglan fór á vettvang og tók framburð af árásarþola og árásaraðila. Skýrsla rituð um málið.

Tilkynning barst vegna umferðaslyss í Grafarholti en ökumaðurinn sem olli umferðartjóninu var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum. Ökumaðurinn var fluttur á stöð þar sem hann lét í té blóðsýni. Að lokinni blóðsýnatöku var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á málinu. Þá var skráningarmerki bifreiðarinnar fjarlægð þar sem hún reyndist ótryggð.

Lögreglan skildi eftir sektir á 19 bifreiðum í miðbænum vegna stöðubrota.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á tveimur skemmtistöðum í miðborginni. Á öðrum skemmtistaðnum var það vegna ölvunar einstaklings en á hinum vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaðinn. Einnig var einstaklingur handtekinn vegna gruns um að hafa brotið rúðu á veitingastað í miðborginni.

Á lögreglustoð 2, sem þjónar Hafnarfirði og Garðabæ segir í dagbók lögreglu að hún hafi aðstoðað ölvaðan einstakling sem svaf ölvunarsvefni. Ekki kemur fram hvað einstaklingurinn svaf svefninum fasta en gera má ráð fyrir að hann hafi verið heima hjá sér.

- Auglýsing -

Lögreglan stöðvaði akstur bifreiðar í Hafnarfirðinum þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Ekki kemur fram hvaða áhrifum hann var grunaður um að vera undir, en leiða má að því líkum að það hafi ekki verið vegna áhrifa af úrslitakvöldi Eurovision, heldur af áfengi eða fíkniefnum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að ökumaðurinn var einnig án ökuréttinda. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu eftir sýnatöku.

Tilkynning barst lögreglustöð 3, sem þjónustar Kópavog og Breiðholtið, um hestamann sem fallið hafði af baki. Hinn slasaði var fluttur á bráðamóttökuna af sjúkrabíl með áverka á hendi.

Þá var tilkynnt um árásargjarnan einstakling og yfirstaðin slagsmál. Lögreglan mætti á vettvang og rannsakaði málið. Ekki kom fram hvort slagsmálin hafi átt sé stað í Kópavogii eða Breiðholtinu.

- Auglýsing -

Líkamsárás í fjölbýlishúsi var tilkynnt lögreglu en hún fór á vettvang og er málið í rannsókn.

Lögreglan aðstoðaði ökumenn vegna umferðarslyss en í tilkynningu kemur fram að ágreiningur sé um málavexti. Ritaði lögreglan skýrslu um málið.

Í Grafarvogi varð umferðaslys þar sem tvær bifreiðar skullu saman. Ökumaður og farþegi í annarri bifreiðinni voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttökuna til frekari aðhlynningar vegna minniháttar áverka. Báðar bifreiðarnar eru óökufærar og voru dregnar af vettvangi með dráttarbíl.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -