Fimmtudagur 25. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Húsaleigubremsa – Bannað verði að hækka húsaleiguna oftar en einu sinni á ári

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sorglegt ástand ríkir á húsnæðismarkaði. Húsleiga hefur hækkað töluvert á síðastliðnum misserum en venja er að leiguverð taki breytingum í takt við vísitölu og jafnvel einhliða ákvörðunum leigusala, þar sem vaxtahækkanir bankanna skili sér beint út í leiguverðið. Takmarkað framboð á leiguhúsnæði hefur ýtt frekar undir vandann og heyrast nú sár neyðarköll frá meðlimum leiguhópa á samfélagsmiðlum.

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokk fólksins, flutti frumvarp um leigubremsu á Alþingi í gær sem ætla er að sporna við gengdarlausum hækkunum leiguverðs. Felur frumvarpið í sér breytingar og hömlur á einhliða húsaleiguhækkunum leigusala, og er því ætlað að virkar sem öryggisventill yfir leigendur á Íslandi.

Í greinargerð frumvarpsins segir:

„Með frumvarpi þessu eru því lagðar til nokkrar breytingar á húsaleigulögum í því skyni að koma böndum á hækkanir á húsaleigu og styrkja réttarstöðu leigjenda, sem er nánar gerð grein fyrir í skýringum við einstakar greinar frumvarpsins.“

Lykilatriði frumvarpsins eru:

1.  Til ársloka 2024 megi leigufjárhæð ekki hækka og við endurnýjun megi leigufjárhæð að hámarki hækka um 2,5%.

- Auglýsing -

2.  Framvegis megi leigufjárhæð samnings ekki hækka oftar en á 12 mánaða fresti og þá að hámarki miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs.

3.  Forgangsréttur leigjanda við lok leigusamnings verði styrktur svo fólk geti haldið sama húsnæði ef það verður áfram til leigu.

4.  Við endurnýjun leigusamnings skal miða við leigufjárhæð síðasta samnings, nema leigusali sýni fram á að önnur fjárhæð sé sanngjarnari.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -