Fimmtudagur 8. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

„Slíkt eftir­lit beinist að jaðar­settum hópum en ekki þeim sem hafa vald í sam­fé­laginu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Borgara­leg réttindi eru ekki til staðar ef öryggi er ekki tryggt,“ sagði Vil­hjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks í Silfri Egils.

Vilhjálmur Árnason.

Þing­maður Pírata – Björn Leví Gunnars­son – skrifar um orð Vil­hjálms:

„Þetta er rétt. En hvernig tryggjum við öryggi? Hér er verið að bjóða upp á tvær lausnir. Annars vegar for­virkar rann­sóknar­heimildir lög­reglunnar þannig að hún geti fylgst með nokkurn vegin hverjum sem er, hvar sem er, án dóms­úr­skurðar. Þetta er lausn sem á að koma í veg fyrir brot áður en þau gerast.“

Og bætir við:

„Sögu­lega séð beinist slíkt eftir­lit einnig að jaðar­settum hópum en ekki gagn­vart þeim sem hafa vald í sam­fé­laginu – sem geta þá í kjöl­farið haldið á­fram „eðli­legu“ lífi í virki for­virkra rann­sóknar­heimilda lög­reglunnar,“ skrifar Björn og heldur áfram:

„Höfum það ein­fald­lega á hreinu, yfir­grips­mikil njósna­starf­semi opin­berra vald­hafa hefur aldrei endað vel. Aldrei. Það hefur aldrei verið skað­laus starf­semi. Aldrei. Er skipu­lögð glæpa­starf­semi að ógna öryggi al­mennra borgara? Af hverju? Er það kannski af því að þegar lög eru sett um að banna eitt eða annað þá er ekkert pælt í af­leiðingunum af því?“

- Auglýsing -

Hann tekur það fram að þing­menn vilji al­mennt vel; sjái í ákveðnu ljósi af­leiðingar vondra hluta; vilja grípa til ein­falda lausna eins og að banna hluti, banna hitt og þetta:

„Það hlýtur að leysa vandann, er það ekki? Nei. Eins og sagan kennir okkur þá varð vandinn bara enn meiri, bæði á­fengis­vandinn sjálfur og skipu­lagða glæpa­starf­semin að auki.“

Bætir þessu við:

Al Capone.
- Auglýsing -

„Kannski er lausnin hérna frekar að horfa á or­sakir þess að öryggi er ógnað. Er það skipu­lögð glæpa­starf­semi? Hvernig væri að lög­leiða og reglu­væða frekar í staðinn fyrir að banna og refsa? Já, fólk er enn að selja landa – sem er ó­lög­legt – en það er langt frá því að vera á sama skala og skipu­lögð glæpa­starf­semi Al Ca­pone eða skyldra glæpa­sam­taka. Við viljum lög­reglu sem vinnur fyrir fólk en njósnar ekki um það. Við viljum lög­reglu sem hjálpar fólki og rann­sakar þá sem ganga á borgara­réttindi okkar,“ segir Björn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -