Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Slúður og slæm meðferð á dýrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Fólk sem elskar gott slúður er í mjög góðum málum um þessar mundir. Nóg er af safaríkum sögusögnum og sannindum um fræga og fallega fólkið á Íslandi, nú sem fyrr en síðustu vikur hafa verið ívið bitastæðari en áður. Malaga-fanginn Kleini byrjaði með fitness-drottningunni Hafdísi Björgu en svo var það búið viku seinna. Eða hvað? Nokkrum dögum eftir að þau voru sögð hætt saman, voru þau búin að tilkynna samband sitt á Facebook og farin að birta uppstilltar paramyndir á Instagram. Vítalía Lazareva er einnig búin að vera mikið á milli tannanna á fólki undanfarið ár en fréttir af henni undanfarið hafa vakið gríðarlega athygli en hún er sögð vera starfsmaður apóteks sem fletti frægu fólki upp í lyfjaskrá í óleyfi. Þá fullyrti DV að hún sé enn og aftur tekin saman við Arnar Grant og þau flutt saman í íbúð í Garðabæ. Maður svitnar bara við að skrifa þetta. Svo má ekki gleyma Svölu og Alexander sem er betur þekktur undir hinu ofur svala gælunafni Lexi Blaze. Þau eru duglega að tjá ást sína á hvoru öðru á Instagram og auglýsa samband sitt með fínum árangri. Já, nú er gaman að vera til ef maður lifir fyrir sögum af lífi annars fólks, hvort sem það sé filterað eða ekki.

Í slæmum málum

Húsdýr eru í slæmum málum miðað við fréttir undanfarnar vikur, að minnsta kosti sumsstaðar á landinu. Fjölmargar sögur hafa birst í fréttum af kindum, hestum og kúm sem illa hefur verið farið með og undanfarið hefur ný saga sprottið upp nær vikulega. Nýjustu dæmin eru frá Skagafirði, þar sem kýr óðu mykju upp að hnjám, frá Mosfellsdal þar sem áhyggjufullur einstaklingur tilkynnti illa farin hross, frá Arnarfirði fyrir Vestan þar sem kvartað var til Mast vegna illrar meðferðar á hrossum. Þá er nýjasta dæmið frá Borgarfirði  en þar hafa kindur verið sagðar á hálfgerðum vergangi og beri lömb undir berum himni á meðan svangir hrafnar og refir sóla í kring. Á einni ljósmyndinni sem tekin var að kind í Þverárhlíðinni, virtist sem hún væri með níðþunga, margra ára gamla ull á sér. Dýraverndarsinnar hafa verið duglegir að fylgjast með slæmri meðferð á búfénaði og tilkynnt það til Matvælastofnunar. Mast hefur hins vegar verið gagnrýnt harkalega síðustu misserin fyrir að taka ekki eða illa á málum. Sjálf segist stofnunin fara eftir lögum og reglum og að sum mál séu viðkvæmari en önnur en að hún stígi alltaf inn í ef talið er að illa sé farið með dýr. En samt sem áður koma þessi mál upp aftur og aftur, oftar en ekki hjá sömu bændunum.

Pistill þessi birtist í nýja tölublaði Mannlífs, Sjóarinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -