Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Smári segir Vinstri græna hafa yfirgefið vinstri gildin sín: „Fyrir hvað standa þau þá?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Smári McCarthy spyr hvað standi eftir hjá Vinstri grænum, nú þegar, að hans mati, flokkurinn hefur yfirgefið vinstri gildin sín.

Í færslu sem Smári McCarthy, fyrrum þingmaður Pírata skrifaði á Facebook nýverið, veltur hann upp spurningum um Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Segir hann flokkinn ekki standa lengur fyrir „mannúð í garð þeirra verst settu í heiminum“ en færsluna birti Smári eftir að í ljós kom að allir þingmenn Vinstri grænna kusu með nýja útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Spyr Smári hvað standi eftir þegar Vinstri grænir hafa yfirgefið öll sín grunngildi.

„Heiðarleg spurning. Ef Vinstihreyfingin grænt framboð stendur ekki lengur fyrir mannúð í garð þeirra verst settu í heiminum, og kjósa öll sem ein með því að skerða verulega réttindi þeirra sem flýja stríð og aðrar hörmungar, fyrir hvað standa þau þá? Er þá nokkuð eftir? Ég meina, það hefur ekki heyrst neitt haldbært frá þeim um umhverfismál eða önnur græn málefni árum saman, og það er varla hægt að klaga upp á þau sérstaka framgöngu í þágu þess að uppræta fátækt, bæta menntun, eða almennt að halda uppi klassísk vinstri gildi á Íslandi. Þannig að… hvað er í alvörunni eftir?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -