Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Smitaðir geta fengið alvarlegar sýkingar: „Sérstaklega áhyggjuefni hjá konum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Svo virðist sem gríðarleg aukning hafi orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi en Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir málið áhyggjuefni í samtali við  Vísi í dag. Kynsjúkdómurinn getur að sögn sóttvarnalæknis haft alvarlegar afleiðingar og getur fólk sem smitast fengið alvarlegar sýkingar. Lekandi geti einnig valdið ófrjósemi. Í frétt Vísis kemur fram að alls hafi 158 einstaklingar greinst með lekanda á síðasta ári en er það mesti fjöldi sem greinst hefur á landinu í þrjátíu ár. Sjötíu prósent þeirra sem greindust voru karlmenn en þrátt fyrir það hefur mikil aukning orðið í smitum ungra kvenna á Íslandi.

„Einkennin geta verið væg, eins og blöðrubólga og verið þá jafnvel misgreint og það er áhyggjuefni sérstaklega hjá konum á þessum aldri því lekandi getur smitast til barns við fæðingu og getur þá valdið sýkingu í barni og einkennum hjá þeim og jafnvel alvarlegum fylgikvillum,“ sagði Guðrún. Þá segir hún mikilvægt að fólk sem greinist stundi ekki kynlíf á meðan meðferð stendur en umfram allt sé mikilvægt að fólk stundi öruggt kynlíf og noti verjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -