Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,5 fannst víða á suðvesturhorninu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti að stærð 3,5 reið yfir klukkan 16:14 nú síðdegis og fannst víða á suðvesturhorninu. Skjálftinn varð 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.

Tíðir jarðskjálftar hafa verið á svæðinu síðustu daga. Samkvæmt Veðurstofunni hafa sjö jarðskjálftar stærri en 3 á Richter-kvarðanum orðið í nágrenni við Keili síðustu 48 klukkustundir.

Innan sama tímaramma hafa orðið 23 skjálftar á bili 2 til 3 að stærð. Stærstu skjálftarnir síðustu 48 klukkustundir, utan þessa sem áðan varð vart, urðu í fyrradag og í gær, en þeir voru 3,3 og 3,4 að stærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -