Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Sniðgangan 2024: „Venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Ljósmynd: Aðsend

Þar segir einnig: „Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.“

Sniðgönguhreyfingin á Íslandi fer vaxandi dag frá degi að sögn skipuleggjanda göngunnar. „Í hreyfingunni er venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu og neitar að vera meðsekt í glæpum Ísraelsríkis. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi – BDS Ísland leggur sérstaka áherslu á sjö vörumerki/fyrirtæki. Hægt er að afla sér upplýsinga um þau og um sniðgöngu almennt á vefsíðu sniðgönguhreyfingarinnar https://snidganga.is/.“ Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Sniðgangan 2024 hefst á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri kl. 14 laugardaginn 14. september. Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Gangan á Akureyri er 2,8 km en 10 km á höfuðborgarsvæðinu. Lengd göngunnar á höfuðborgarsvæðinu er táknræn að því leyti að sniðganga er í eðli sínu langtímaverkefni. Göngufólki er í sjálfsvald sett hvort það gengur alla leið. Einnig getur fólk alfarið sleppt göngu og mætt til fundar við göngufólk að göngunum loknum.

Báðum göngunum lýkur með samkomu og ræðuhöldum. Göngunni á Akureyri lýkur á Ráðhústorginu kl. 15:15 með erindi, tónlist og Dabkeh-dansi. Göngunni á höfuðborgarsvæðinu lýkur í Katrínartúni í Reykjavík um eða upp úr kl. 17 með erindi og tónlist.

- Auglýsing -
Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Að lokum segir í tilkynningunni: „Öll sem styðja málstað Palestínu eru hvött til að ganga á laugardaginn, annað hvort á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, en þau sem komast ekki þangað eru hvött til að ganga á sama tíma hvar sem þau kunna að vera stödd. Hægt er að nota myllumerkið #snidgangan til að merkja myndir og færslur sem tengjast viðburðinum á samfélagsmiðlum.“

Allar nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðunum Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -