Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sniglast um í görðum og á stígum -„Fjöldinn í sumar er engu lagi líkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Garðeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa margir orðið varir við aukinn umgang snigla í görðum þeirra. Mikil fjölgun hefur orðið á lyngbobbum suðvestanlands.
Á fésbókarsíðunni Heimur smádýranna sem er í umsjón Erlings Ólafssonar birtist nýverið færsla um sniglategundina.
Lyngbobbi
Það hefur vakið verðskuldaða athygli að í sumar er á ferðinni óvenju mikill fjöldi lyngbobba í görðum og með göngustígum á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta berast mér stöðugar tilkynningar og fyrirspurnir. Margir sjá þessa stóru snigla í rauðbrúnum kuðungshúsum sínum meðal annars skríðandi yfir malbikaða göngu- og hjólastíga og jafnvel sem klessur undan dekkjum reiðhjóla. Þegar stigið er út í þéttvaxinn gróðurinn má stundum heyra marr undan skósólum þegar kuðungar bresta, slíkur er fjöldinn sums staðar.
Um aldamótin síðustu fundust lyngbobbar fyrst í höfuðborginni. Þeim fór fljótlega að fjölga og dreifðust þeir um víðan völl. En fjöldinn í sumar er engu lagi líkur. Lyngbobbinn þykir ekki aufúsugestur í görðum okkar því hann er töluvert átvagl og skaðar garðagróðurinn, að sjálfsögðu því meir sem fjöldi snigla verður meiri. Lyngbobbi hefur lengi verið landlægur á Austurlandi en allt bendir til að landnám hans suðvestanlands sé af innfluttum toga. Þar eru þeir stærri en ættingjarnir á Austurlandi.
Frekari fróðleik má lesa á pödduvef Náttúrufræðistofnunar:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -