Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Söfnun hafin fyrir einstæðan föður með 3 syni: Misstu aleiguna í bruna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir og synir hans þrír, Elías Aron, 16 ára, Gunnlaugur Örn, 14 ára, og Brynjar Pálmi, 13 ára, misstu allar veraldlegar eigur sínar í bruna í Jórufelli fyrir rúmri viku.

 

Feðgarnir voru ótryggðir, og búa núna í lánsíbúð, þar sem ekkert er nema dýnur og sængur.

Viðtal var við feðgana á Stöð 2 fyrr í kvöld, þar sem þeir sögðu frá brunanum og aðstæðum sínum eftir hann, en eldri synirnir tveir voru heima þegar eldurinn kom upp og faðir þeirra í vinnunni.

Opnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir feðgana.

„Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“

Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kennitala 090206-3380 (reikningurinn er á nafni Brynjars Pálma).

- Auglýsing -

Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst ([email protected]) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -