Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Sögufölsun hjá leiðsögumönnum: „Nú snýr Hallgrímur Pétursson sér í gröfinni.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gekk framhjá íslenskum guide á Austurvelli sem var að segja erlendu túristunum frá Hallgrími Helgasyni, sem Hallgrímskirkja væri kennd við. Hann hefði leitt okkur til sjálfstæðis en því miður dáið tveimur árum [áður] en það varð að raunveruleika. Hvar brást menntakerfið?“

Svo hljóðar tíst Svanborgar nokkurrar á Twitter, sem deilt hefur verið í Facebookhópinn Bakland ferðaþjónustunnar, hvar fólk sem hefur áhuga á ferðaþjónustu Íslands getur rætt saman, skipst á skoðunum og vakið athygli á hlutum tengdum greininni.

Það er Ársæll sem deilir tístinu með orðunum:

„Fer engin basic þjálfun fram hjá fyrirtækjum sem sinna svona borgargönguferðum?“

„Ég samt trúi eiginlega ekki öðru en að þetta sýni bara gríðarlegan metnað leiðsögumannsins fyrir því að gefa skít í starfið. Það bara getur ekki verið að nokkur manneskja sé svona illa upplýst,“ bætir Ársæll við.

Villi Goði segir slíka söguskýringu hreint ekki einsdæmi í ferðaþjónustunni:

- Auglýsing -

„Ég geri í því að labba hægt framhjá svona hópum til að hlusta og svipuð steypa er alveg merkilega algeng.“

„Ok…..nú snýr Hallgrímur Pétursson sér í gröfinni,“ segir Ingvar.

„og jafnvel Jón…,“ bætir Bjarnheiður við.

- Auglýsing -

Fleiri en einn virðist telja að um grín sé að ræða:

„Þetta er mjög klárlega djók, einsog þegar maður sýnir styttuna af Ingólfi Arnaldsyni, víkingnum sem fann upp „The Nordic Crime Novel, for which he was exiled because he kept acting them out with actual murder,“ segir Hilmar til dæmis.

„Og er þetta semsagt bara viðurkennt af borgaleiðsögufólki, að „grínast“ með staðreyndir? Djók sem skilar sér augljóslega illa til þeirra sem það heyra,“ segir Ársæll þá og er bersýnilega ekki eins skemmt og mörgum öðrum.

Hilmar virðist hafa reynslu af leiðsögumennsku og svarar því til að það heyri til undantekninga ef ferðamennirnir hlusti á hann í ferðunum.

„Ef sauðirnir blessaðir hlusta á mig eru það sjaldséðir hvítir hrafnar. Ég man t.d. að þegar ég fékk fólk aftur í Norðuljósum spurði ég fólk hvort það vissi ekki hvað þau væru: fæst sem höfðu verið áður mundu nokkuð.“

Sveinbjörn hefur gaman af léttu gríni þegar hann vinnur sem leiðsögumaður:

„Ég djóka stundum með að heybaggar séu risastórir sykurpúðar sem voru skildir eftir úti handa tröllunum. Það er augljóst að þetta er brandari. Þar sem það er ekki jafn augljóst er mikilvægt fyrir leiðsögumann að útskýra að hann eða hún sé að grínast.“

Davíð á sitt uppáhalds leiðsögumannasprell:

„Mér fannst hann nú bestur sem sagði fólkinu að það hefði tekið öll þessi ár að byggja Hallgrímskirkju af því þeir áttu bara einn hamar. Ég hef stundum tekið þann djók til handagagns.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -