Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Sólin og sumarið heimsækja höfuðborgina um helgina – Blíðviðri um land allt

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

D-vítamínþyrstir íbúar Suðvesturhornsins geta tekið gleði sína á ný en nú spáir loks sumri um helgina, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um land allt. Langeygðir mega því finna fram sólgleraugun og sólarvörnina. Á vef Veðurstofunnar gefur að líta sólríkt kort og gera má ráð fyrir að blíðviðrið haldi út helgina.

Helgarspáin lofar sól og sumri. Mynd/skjáskot vedur.is

Í langtímaspá Veðurstofunnar segir:
„Á laugardag:
Vestan og suðvestan 5-13 og stöku skúrir, en léttir smám saman til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Suðausturlandi.

Á sunnudag:
Suðvestan og vestan 5-13 og víða léttskýjað, en þykknar allvíða upp við vesturströndina. Hiti 8 til 13 stig, en 12 til 20 stig um landið austanvert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -