Föstudagur 25. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Sólveig Anna: „Auðvitað óhugnanlegt að þessir menn voru að gæla við að taka mig af lífi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Miðað við tímasetninguna var ég þarna á veitingastað að borða með 15 ára dóttur minni,“ segir Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins, eftir að honum var tilkynnt að hinir meintu íslensku hryðjuverkamenn gældu við að drepa sig.

Ekki aðeins var Gunnar Smári á listanum yfir það fólk sem mennirnir tveir ræddu um sín á milli að myrða heldur var þar líka Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samkvæmt Samstöðinni voru henni sýnd samskipti þar sem hún var kölluð litla kommalufsan sem vildi gera byltingu. Á eftir fylgdu heitstrengingar mannanna um að drepa hana einn daginn.

„Auðvitað er óhugnanlegt að fá að vita að þessir menn hafi verið að smíða vopn og gæla við að taka mig af lífi fyrir pólitískar skoðanir og starf,“ segir Sólveig Anna. „En ég er bara orðin svo dofin eftir linnulausar árásir og ásakanir undanfarin ár að ég tók þessu fyrst eins og hverju öðru hundsbiti. Þegar dagarnir líða finn ég hins vegar að tilhugsunin venst illa. En í dag hef ég um annað að hugsa, má ekki hugsa um þetta,“ segir Sólveig Anna.

Gunnari Smára voru sýnd samskipti þar sem annar maðurinn var staddur á sama veitingastað og hann og barmaði sér yfir að vera ekki vopnaður. Á eftir fylgdu vangaveltur um hvað myndi gerast ef hann dræpi Gunnar Smára þarna á staðnum.

„Við förum þangað reglulega til að borða uppáhaldsmatinn hennar. Þetta er hatursorðræða og hundaflaut til íslenskra Proud Boys, eins og þessara drengja sem sitja í gæsluvarðhaldi. Í huga þeirra eru þetta skilaboð um að það sé þjóðþrifaverk að drepa Sólveigu Önnu, að þannig megi gera Ísland að betra samfélagi. Fyrir mánuði sagði ég frá hótunum sem mér bárust frá manni sem ætlaði að leita vopna til að beita á mig og fjölskyldu mína. En því miður voru viðbrögðin bara einhver derringur í aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, eitthvað í þá veruna að ég hefði kallað þetta yfir mig,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -