Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Sólveig selur vafasamar tannkremspillur: „Það veit engin hvar þetta hefur verið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„169gr af tannkremstöflum sem keyptar vor í Heilsuhúsinu en 10gr hjá þeirri verslun kostar í dag 211 og er því andvirði þessara 169gr er því 3566.-. Verðið á töflunum er 2500.“

Svo hljóðar auglýsing sem Sólveig nokkur birtir innan Facebook-hópsins Brask og brall. En hvað eru tannkremstöflur? Sólveig svarar því sjálf svo: „Já, briður þær og bustar svo með blautum tannburstanum, virkar alveg einsog tannkrem.“

Mannlíf ráðfærði sig við starfandi tannlækni sem hafði aldrei áður heyrt um tannkremstöflur. Hann bætti þó við að við fyrstu sýn væru þessar töflur verulega vafasamar. Tannlæknirinn virðist ekki einn á þeirri skoðun ef marka má athugasemdir við auglýsingu Sólveigar.

Margir tengja töflurnar við einhvers konar dóp, líkt og einn sem skrifar: „Má ekki stórgræða og selja þetta á Myrkum Klúbbum Reykjavíkur sem alsælu?“

Annar tekur í sama streng og skrifar: „Hver kaupir pillur af ókunnugum nema dópistar. Það veit engin hvar þetta hefur verið.“

Einn reynir sannfæra þann mann um að þetta sé algjörlega saklaust. „Þetta eru ekki lyf, þetta er tannkrem í föstu formi; það er hæpið að einhver sé að smygla svona.“ Sá fyrri er ekki sannfærður og skrifar: „Þetta gæti samt verið annað en það er sagt vera. Í dag á engin að taka slíka sénsa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -