Miðvikudagur 8. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Sólveig til þess sem reyndi að stúta henni á Seltjarnarnesi: „Ekki vera fáviti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sólveig nokkur, íbúi á Seltjarnarnesi, er með mikilvæg skilaboð til þess sem reyndi að stúta henni og hundinum Krumma í gærkvöldi. „Ekki vera fáviti undir stýri. Þér liggur ekki svona mikið á. Og þig langar ekkert að aka niður snemmmiðaldra, krullhærða tuðkellingu með hundinn sinn,“ segir hún sem sjálf slasaðist illa í alvarlegu bílsslysi á unga aldri.

Atvikinu lýsir Sólveig í hópi hverfisbúa á Facebook. Við skulum einfaldlega gefa henni orðið:

„Ég var úti í kvöldgöngu með hundinn rétt í þessu. Ég sveigði frá sjónum og gekk að gangbrautinni og stillti mér þar upp. Það voru bílar að koma úr báðum áttum. Bíllinn sem var að koma úr vesturátt brenndi beinustu leið yfir gangbrautina án þess að hægja á sér. Á sama tíma var bílstjóri bílsins sem var að koma úr austurátt með hausinn rétt skrúfaðan á og stoppaði fyrir mér svo ég kæmist yfir. Það voru tveir aðrir bílar fyrir aftan hann og um leið og fyrsti bíllinn stoppaði byrjaði sá næsti að hamast á flautunni,“ segir Sólveig og heldur áfram:

„Þegar ég var komin hálfa leið yfir Norðurströndina Á GANGBRAUTINNI tekur bíll númer tvö framúr þeim sem hafði stoppað fyrir mér og þurfti að nauðhemla til að keyra ekki niður bæði mig og hundinn þar sem við vorum komin yfir á fjærhelming gangbrautarinnar. Við þá sem stjórna einhverju hérna vil ég segja: Er ekki hægt að bæta úr þessu áður en einhver örkumlast eða deyr?“

Þóra er innilega sammála Sólveigu. „Svo fullkomlega sammála þér. Ég (og fleiri) hef reynt að vekja athygli á ofsaakstri hér á síðunni, auk þess að hafa rætt við bæinn og hringt í lögregluna allmörgum sinnum. Ég vona svo sannarlega að eitthvað gerist í þessum málum áður en það verður of seint,“ segir Þóra.

Anna bendir á hina mikla slysahættu í bænum. „Það var ekið á konu á Selbraut fyrir viku hún féll i götuna. Hún fékk góða skoðun og var ekki brotin en i áfalli. Bílstjórinn stakk af. Þetta var um kl 09 lítil birta. Mér finnst eins og birta frá götuna ljósum sé minni en áður. Er það rangt hjá mér?,“ spyr Anna.

- Auglýsing -

Alexander varpar hins vegar ábyrgðinni í aðrar áttir. „Keyri daglega í vinnunna um 7 leiti á morgnana og getur ekki verið neitt verra enn að mæta gangandi yfir götuna fólk með hunda í kolsvarta fatnaði í rigningunni, hugsum alla leið áður en að fara af stað!!!,“ segir Alexander ákveðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -