Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Sölvi Tryggvason verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot: „Þvættingur frá upphafi til enda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn lögreglu á þremur málum sem tengjast Sölva Tryggvasyni hefur verið hætt.

Sölvi Tryggvason verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og líkamsárás en þrjár konur höfðu kært fjölmiðlamanninn til lögreglu. Málin hafa öll verið felld niður að sögn Vísis

Ólöf Tara Harðardóttir, meðlimur Öfga, kom málinu á stað en upphaflega sagði hún frá því á Instagram að þjóðþekktur einstaklingur hefði keypt sér kynlífsþjónustu og hafi í framhaldi af því gengið í skrokk á viðkomandi. Þá blöskraði Ólöfu að fjölmiðlar væru að þagga málið niður. Fljótlega fóru sögur að breiðast út að Sölvi væri hinn þjóðþekkti einstaklingur. Síðar átti eftir að koma í ljós að Sölvi var ekki maðurinn sem framdi glæpinn heldur annar maður.

„Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda,“ sagði Sölvi Tryggvason um málið á sínum tíma.

En í framhaldi af þessu máli greindi Sölvi frá því að manneskja sem hann hafði átt í ástarsambandi með hafi hótað að rústa mannorði hans og hann hefði leitað til lögreglu vegna málsins. Daginn eftir þessi orð Sölva kærðu tvær konur hann til lögreglu og var fjallað um málið í fjölmiðlum. Það sem var hins vegar ekki fjallað um var að þriðja konan kærði Sölva fyrir samskonar brot. Nú hefur Vísir greint frá því allar þessar kærur hafi verið felldar niður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -