Sonur hinnar látnu biður fólk um að taka veiruna alvarlega

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mannlíf greindi frá því í morgun að eldri kona með undirliggjandi lungnasjúkdóm lést laust eftir hádegi í fyrradag og talið var að konan hafi látist af völdum COVID-19.

Í tilkynningu á vef Landspítalans kemur fram að andlát hennar tengist Covid-19-sjúkdómnum.

Sonur hinnar látnu skrifar færslu um andlát móður sinnar í Facebook-hóp þar sem kórónaveiran sem veldur COVID-19 er rædd. Hann segir móður sína hafa barist fyrir lífi sínu í viku áður en hún lést.

- Auglýsing -

Í færslu sinni segist hann hafa skilaboð til allra og segir tíma til kominn að fólk fari að taka veiruna og sjúkdóminn sem hún veldur alvarlega.

Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar,“ eru skilaboð mannsins.

Mannlíf vottar fjölskyldu hinnar látnu samúð.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -