Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sorgarfregnir úr Ármúlanum: Rupp er allur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sorgarfregnir bárust Mannlífi í gær en starfsmaður Ísólar í Ármúlanum fann Rupp, yngsta son tjaldanna Tryggva og Tryggvínu, nálægt vinnustaðnum og var hann allur.

Mannlíf hefur í vor og sumar birt fréttir af tjaldaparinu Tryggva og Tryggvínu sem komið hafa í Ármúlann í yfir 30 ár til að koma upp óðali á þaki Ísólar en er þakið bæði grýtt og grösótt og hentar því tjaldaparinu afar vel. Í ár komu þau upp þremur ungum, þeim Ripp, Rapp og Rupp.

Ripp og Rapp brögguðust vel frá upphafi en Rupp ekki. Rupp var alltaf helmingi minni en bræður sínir en ástæðan fyrir því er sú, samkvæmt sérfræðingi í tjöldum, að foreldrarnir töldu ekki næga fæðu vera á svæðinu svo hægt væri að koma öllum ungunum á legg. Því hafi þeir einblínt á að fæða Ripp og Rapp en skyldu Rupp út undan. Blaðamenn Mannlífs urðu vitni að því í nokkur skipti er Rupp, sem var ansi sprækur þrátt fyrir smæðina, hlaupa á undan bræðrum sínum með orm í goggi, uppi á þakinu en alltaf endaði ormurinn í maga bræðranna.

Á tímabili íhuguðu blaðamenn Mannlífs björgunaraðgerðir svo hægt væri að koma Rupp á legg en áttuðu sig svo á að slíkt inngrip gæti haft áhrif á alla hina tjaldana í óðalinu. Þannig að fingur voru krossaðir og sumir lögðust á bæn.

Ripp og Rapp náðu, eftir töluvert bras, að læra að fljúga um loftin blá með foreldrum sínum en annað var uppi á teningnum með Rupp. Í samtali við starfsmann Ísólar í gær kom í ljós að Rupp hafði fundist látinn við grindverk á bílastæði fyrirtækisins. Taldi starfsmaðurinn að hann hefði reynt að fljúga en ekki tekist það og því hrapað til bana.

Tryggvi og Tryggvína virðast nú farin á vit ævintýranna en munu að öllu óbreyttu mæta aftur næsta vor en Mannlíf mun fylgjast vel með.

- Auglýsing -

Mannlíf vottar aðdáendum og velunnurum Rupp samúð sína.

Tjaldurinn Tryggvi er ófeiminn við myndavélarnar.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -