Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Sósíalistar styrkja Vorstjörnuna vel í hverjum mánuði: „Laun stjórnmálafólks eru of há á Íslandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Borgarfulltrúar Sósíalist, þau Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon, gefa hvort um sig 100 þúsund krónur, mánaðarlega til Vorstjörnunnar, styrktarsjóðs sem styður við réttlætis- og hagsmunabaráttu hópa sem standa illa fjárhagslega. Frá þessu segir á vorstjarnan.is

„Laun stjórnmálafólks eru of há á Íslandi og sósíalistar hafa lagt til að þau verði lækkuð,“ segir Sanna. „Þar til okkur tekst að lækka launin almennt kjósum við að lækka laun okkar sjálfra með þessum hætti, flytja fé sem við fáum til persónulegra nota inn í hagsmunabaráttu fólks sem stendur miklu verr en við.“

Styrkur borgarfulltrúanna er því samanlagt 2,4 milljónir á ári. Kemur hann til viðbótar við framlag borgarsjóðs til Sósíalistaflokksins, sem er rúmar 4,5 milljónir á ári. Flokkurinn færir sem sagt þetta framlag inn í Vorstjörnuna. Þannig má rekja samanlagt 6.9 milljón króna framlag í Vorstjörnuna, til borgarstjórnarflokksins.

„Reykjavíkurborg styrkir flokka og stjórnmálafólk með þeim rökum að hún sé að örva lýðræðið í borginni. Með því að styrkja hagsmuna- og réttlætisbaráttu hópa sem eiga í erfiðleikum með að halda uppi sinni baráttu eflum við lýðræðið miklu betur en að eyða þessum peningum í sjálf okkur eða flokkinn,“ segir Trausti.

Þá benda þau Sanna og Trausti á að fátækt fólk reki sínar hagsmunabaráttu í samkeppni við þau sem eiga mikinn pening, „ekki síst hagsmunasamtök auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna,“ eins og það er orðað á Vorstjarnan.is. Segir þar ennfremur að það segi sig sjálft að hin fátæku og valdalausu verði oft undir í þeirri baráttu. „Auðvaldið valtar yfir allt þótt það sé að boða lygar á meðan að fátæka fólkið reynir að koma sannleikanum á framfæri,“ stendur á síðu styrktarsjóðsins.

„Því miður reyna fjölmiðlar lítið að vega upp þennan aðstöðumun,“ segir Sanna. „Hagsmunasamtök allra ríkasta fólksins, kannski í reynd aðeins 50 til 60 manns, drottna yfir allri umræðu í landinu. Raddir fórnarlamba þeirra, hinna fátæku og valdalausu, heyrast varla. Ef fjölmiðlar væru lýðræðislegir myndu þeir alla daga segja frá kröfum og sjónarmiðum almennings en geta hugmynda hinna ríku einu sinni eða tvisvar á ári.“

- Auglýsing -

Sósíalistaflokkurinn leggur helminginn af framlagi ríkissjóðs til flokksins inn í Vorstjörnuna eða rétt rúmlega 13. milljónir króna á þessu ári. Fer hinn helmingurinn til uppbyggingar Samstöðvarinnar. Ef allt er tekið saman er framlag Sósíalistaflokksins og borgarfulltrúa hans til Vorstjörnunnar því tæpar 20. milljónir króna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -