Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sótölvaður dóni kýldi fangavörð með krepptum hnefa – Útúr dópaður aðili til vandræða í mathöll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls voru 60 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 05:00 í morgun og til 17:00 í dag. Tveir eru vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði lögreglan sem sér um Austurbæ Reykjavíkur, miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnes, ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann einnig hafa fíkniefni meðferðis. Tilkynning barst sömu lögreglustöð um aðila sem svaf í sameign fjölbýlishúss. Reyndist aðilinn vera íbúi í húsinu og var honum hjálpað að íbúð sinni.

Þá var tilkynnt um aðila sem sló til fólks og var með mikil læti. Er lögreglu bar að garði kom í ljós að aðilinn var sótölvaður og nokkuð þekktur fyrir svipaða háttsemi hjá lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands og háttsemi. Þegar verið var að koma kauða í fangaklefa náði hann að kýla fangavörð með krepptum hvefa. Verður hann því einnig kærður fyrir það.

Þá var aðili til vandræða í mathöll í miðbænum en hann reyndist undir miklum áhrifum áfengis og fíkniefna og sýndi hann af sér ofbeldisfulla hegðun og ekki talinn vera hæfur til að vera meðal almennings í þessu ástandi. Meint fíkniefni fundust einnig á honum við öryggisleit en hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Lögreglan sem sinnir útköllum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um eld í einbýlishúsi. Er hún bar að garði kom í ljós að kviknað hafði í grilli húsráðanda sem var utandyra og búið var að slökkva eldinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -