Laugardagur 30. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Hamborgarafabrikkan tóm eftir nóróveirusmit gesta: „Það var ein manneskja þarna inni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust með nóróveiru í síðustu viku en síðan smitin komu upp hefur verið heldur óljóst hvort um nóróveiru eða bakteríusýkingu hafi verið að ræða. Mannlíf fjallaði fyrst fjölmiðla um málið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir staðfesti smitin í samtali við íslenskan fréttamiðil í gær. Alls urðu um það bil 100 gestir Fabrikkunnar, auk annara sem tengdust fólkinu, veikir í liðinni viku.

Guðrún sagði enn ekkert hafa fundist í matnum sjálfum en málið væri þó enn í vinnslu. Bæði nóróveirur og E. coli-bakteríur hafi þegar fundist. Þá segir Guðrún að erfitt sé að rekja uppruna sýkinganna og ekki víst að það takist í tilvikum sem þessum.

María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar,  sagði í samtali við Mannlíf í síðustu viku að líklega væri um nóróveiru að ræða en það ætti þó eftir að koma í ljós. Það hefur nú komið á daginn. Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs sem átti leið framhjá Hamborgarafabrikkunni í gærkvöld var lítið að gera  „Ég fór þarna rétt fyrir sjö og það var ein manneskja þar inni,“  sagði hann í samtali við Mannlíf og ljóst er að smitin hafi verulega slæm áhrif á reksturinn og eru mikið áfall.

Unnið er hörðum höndum að því að rekja uppruna smitanna og mkoma rekstrinum aftur í lag. Veitingastaðir Hamborgarafabrikkunnar hafa undanfarin ár notið fádæma vinsælda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -