Miðvikudagur 22. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Sparkaði í kvið ófrískrar tengdadóttur sinnar: „Er ekki best að enda þetta eitt fyrir allt?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég hef þagað um þetta síðan apríl 2021. Ég hef einu sinni sagt part úr þessari reynslu undir nafnleynd. En mig langar að skila skömminni og meira segja koma undir nafni og deila því þegar fyrrum tengdafaðir minn réðst á mig og reyndi að eyða ófæddu barni mínu.“ Svona byrjar frásögn konu á Facebook í dag. Konan gaf Mannlíf góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna.

Dauðadrukkinn tengdafaðir

Í færslunni lýsir konan því er tengdafaðir hennar hringdi í barnsföður hennar fyrir tveimur árum en hún segir hann hafa verið mjög ölvaðan. Hafi hún beðið barnsföður sinn að tala ekki við hann í þessu ástandi en hann hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Sagðist konan hafa heyrt þáverandi tengdaföður sinn segja miður fallega hluti í símann og sagt barnsföður sínum að hún vildi ekki hlusta á þetta lengur og að hún ætlaði til vinkonu sinnar. Það skal tekið fram að konan var þarna komin 14 vikur á leið í meðgöngu. Þremur tímum síðar segist hún hafa hringt í barnsföður sinn til að segja honum að hún vilji ekki koma aftur heim í þessar aðstæður, þar sem hún var ófrísk. „Hans viðbrögð var að slökkva á símanum og seinustu skipti sem ég hef sagt við hann hluti sem tengjast þessu þá hefur hann hótað að taka belti og aflífa sig úti í bílskúr , þannig hormónar og ótti fylltu mig og ég fer heim til mín þar sem màgur minn situr í sófanum og ég spyr hvar barnsfaðir minn er hann neitar að svara,“ skrifar konan í færslunni og bætir við að hún hafi þá ákveðið að fara til tengdaföður síns þáverandi og athuga hvort barnsfaðirinn væri þar. „Ég dingla þar og mætir tengdafaðir minn til dyra í náttslopp angandi af áfengi , hann spyr hvað ég vilji hér og ég segi ég vildi bara athuga hvort barnsfaðir minn væri hér og hann stígur út og lokar hurðinni, hann byrjar strax að kalla mig druslu og hóru og að hann sé viss um að sonur hans eigi ekki barnið, ég segi honum að auðvita eigi sonur hans barnið og þar sem ég hafði ekki sofið hjá öðrum karlmanni í 12 ár eftir 10 ára samband við kvennmann á undan syni hans.“ Segist hún hafa sagt þáverandi tengdaföður sínum að sonur hans hafi farið með henni í sónar og vissi mætavel að hún væri ófrísk.

Árásin

Það er þá sem árásin gerðist að sögn konunnar: „Þá segir hann við mig er ekki best að enda þetta eitt fyrir allt fyrir alla og labbar hratt að mér og sparkar í magann á mér þannig ég dett aftur fyrir mig í stiganum. Þarna stend ég hratt upp og er full af ótta og byrja labba upp stigan upp að götu, hann grípur í hendina á mér þannig ég fæ mar á hendi eftir hendina hans sést greinilegt handarfar, ég er marin á maga, löpp og læri eftir fall, hann segir mig ljóta, feita og að engin geti elskað manneskju eins og mig …og að hann geti ekki beðið eftir að losna við mig úr lífinu hans og það sé sko ekkert andskotans barn, ég spyr hann hvað ég hafi gert honum og afhverju hann láti svona við mig hann hlær bara og tekur eftir upptökuna á símanum hlær og segir já taktu þetta bara upp, reynir að taka í símann en ég kemst í burtu með að labba útá götu þar sem bíll er og þá hætti hann að elta mig.“

Þegar heim var komið fékk hún óblíðar móttökur frá tengdafjölskyldunni að hennar sögn. „Þegar ég kem aftur heim til mín þar situr fyrrum mágur minn í sófanum og fyrrum tengdamóðir mín í eldhúsinu, ég segi þeim hvað gerist, tengdamóðir mín hlær og labbar inni herbergi sitt og lokar og mágur minn segir áttir þú þetta ekki bara skilið …“

- Auglýsing -

Á þessu augnabliki segist konan hafa farið til móður systur sinnar því henni fór að blæða. Þegar hún mætir svo um morguninn upp á meðgöngudeild sést „blóðpollur hjá fylgju“ og henni sagt að það muni blæða þangað til pollurinn tæmist. Segir hún barnsföður sinn hafa hundsað skilaboð frá henni frá meðgöngudeildinni og að hann hafi verið inni hjá föður sínum þegar hann réðist á hana en gerði ekkert til að stöðva það.

Þorir ekki að kæra

„Ég varð að lofa vakthafandi ljósmóður að ég færi ekki aftur heim í þessar aðstæður og lögreglunni, þannig sama dag var kallaður saman hópur af ættingum og vinum og var pakkað og ég flutt á 5 kltímum, allan þennan tíma sem ég var þarna þá yrti fyrrum tengdamóðir eða aðrir fjölskyldumeðlimir ekki einu orði á mig.“

- Auglýsing -

Að lokum segist konan vilja kæra en sé hrædd og þá aðallega óttast hún að tengdafaðir hennar fyrrverandi muni einn daginn hitta barnið sem „reyndi að eyða“. Hún segir þó að búið sé að taka skýrslu um málið og að lögreglan sé með upptökur af árásinni.

„Þetta atvik er 1/100 sem ég þurfti að ganga í gegnum með fyrrum tengdafjölskyldu mína.
Ég hef ekki þorað að tjá mig vegna gaslýsingar sem ég hef fengið.
Samt léttir að koma þessari skömm frá mér ❤️ takk fyrir að lesa

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -