Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Líkið fannst í klefa siglingafræðings: „Um orsök slyssins verður ekkert sagt með vissu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 16. maí 1952 brotlendi björgunarflugvél af gerðinni Grumman Albatross á Eyjafjallajökli. Innanborðs voru fjórir bandarískir hermenn. Nokkrum dögum síðar fannst flakið en aðeins eitt lík. Var jafnvel talið að einhverjir hefðu lifað brotlendinguna af en heilum 14 árum síðar fundust lík hinna þriggja.

Alþýðublaðið fjallaði um flaksfundinn á sínum tíma:

Ameríska björgunarflugvélin fannst upp á Eyjafjallajökli í gær.

Lík eins af áhöfninni fannst í flakinu en ókunnugt er um afdrif hinna.

Neyðarsendisloftnef, sem fannst, bendir þó til, að einhver hafi lifað flugslysið af.

AMERÍSKA björgunarflugvélin, sem týndist á föstudaginn, fannst skömmu eftir hádegi í gær allhátt á Eyjafjallajökli suðvestanverðum. Hún var á kafi í snjó, mikið brotin og á hvolfi, og lík eins manns úr áhöfn hennar fannst í flakinu. Hinir fjórir af áhöfninni voru ófundnir, er síðast fréttist í gærkveldi, og ókunnugt um afdrif þeirra.

Neyðarsendisloftnet sem fannst á sunnudaginn norðaustan á jöklinum bendir þó til þess að einhver eða einhverjir af áhöfn vélarinnar hafi komizt lífs af úr sjálfu flugslysinu, hvað sem síðar hefur hent. Slíkt loftnet höfðu flugmennimir meðferðis og þykir engin önnur skýring koma til greina en sú, að einhver af áhöfninni hafi eftir slysið náð að setja það upp til að koma skeytum til manna, en það síðan fokið og borizt með vindinum norður á jökul, enda vind j áttin mjög í stefnu frá flakk inu á þann stað, þar sem loft netið fannst.

Stjórn leitarinnar hefur flug umferðarstjórnin á Reykjavíkurflugvelli, svo og stjórn flugbjörgunarsveitarinnar, sem lagt hefur til mestallan mannafla, en auk þess hefur verið haft allt samráð við Keflavíkurflugvöll. Milli þrjátíu og fjörutíu leitarmenn voru austur á Eyjafjallajölki og við hann í gær og allt að því fimm flugvélar tóku þátt í leitinni og voru til aðstoðar, eftir að flakið fannst. Leitarmenn hafa talstöðvar, en sakir slæmra hlustunarskilyrða voru fregnir að austan nokkuð á reiki í gær og dálítið óljósar.

ÓVEÐUR TAFÐI LEITINA

Leitin var í upphafi skipulögð þannig að tveir flokkar skyldu leggja á jökulinn frá Stóru-Mörk, en einn frá Þorvaldseyri. Flokkurinn, sem fór að Þorvaldseyri, átti að leita sunnanverðan jökulinn, en hinir tveir norðurhluta hans og hábunguna. Var leit hafin þegar á laugardagsnótt sakir stórviðris og hríðar týfðu leitarmenn frá að hverfa. Síðdegis á laugardaginn var lagt af stað á ný. Höfðu leitarmenn með sér viðleguútbúnað og hugðust verða á jöklinum, unz veðrinu, slotaði, en það var þá hið versta. Urðu leitamenn þá enn að snúa við og komu til byggða á sunnudagsmorgun.

LOFTNETIÐ FINNST

Á sunnudaginn var bætt við mönnum í leitina og allt búið undir víðtæka leit. Fór þá flokkur manna inn með jöklirium norðanverðum og gekk þaðan á jökulinn upp i 1200 metra hæð. Rákust þeir þar á jöklinum á flugdreka og víraflækju, sem þeim þótti sennilegt, að væri úr flugvélinni. Þeir komu með drekann til byggða, en hann var sóttur ur austur í nótt og farið með hann suður á Keflavíkurflugvöll. Var þar staðfest, að þetta væri loftnet frá neyðarsendi, sem verið hafði í flugvélinni. Guðmundur Jónasson bifreiðastjóri og menn með honum gengu á hájökulinn í fyrrinótt og fundu hjá Skerjum, sem er klettaröðu.ll upp úr jöklinum norðvestanverðum, bréfsnuddur í snjónum. Þeir urðu ekki annars vísari, ,og; komu til byggða kl. 8 í gærmorgun.

FLAKIÐ FINNST

Einn flokkur enn fór að leita á sunnudaginn undir stjórn Árna Stefánssonar bifvélavirkja. Voru auk hans í flokknum þrír Íslendingar og tveir Bandaríkjamenn. Hafði flokkurinn skriðbíl og lagði á jökul iriri frá Syðstu-Mörk. Þessir menn voru á ferðinni alla nóttina, og um hádegi í gær fundu þeir suðvestan til við hájÖkulinn plötu, sem þeir töldu vera úr flugvélinni. Veður var þá enn slæmt, þoka niður í hlíðar og 6 stiga frost, en rofaði þó til við og við. Rétt um það leyti. sem þeir fundu plötuna. dimmdi, svo að ekki sási handa skil. Höfðu þeir samband við ameríska flugvél, sem sveimaði þar yfir, og nokkru seinna, er þokan greiddist dálítið sundur, sást úr flugvélinni móta fyrir flaki hinnar týndu vélar í fönninni skammt frá leitarmönnum. Fundu þeir flakið eftir tilvísun flugmanna. Það er í um það bil 1400—1500 metra ‘hæð yfir sjó, mikið brotið og á hvolfi.

LÍKIÐ í KLEFA SIGLINGAFRÆÐINGS.

Leitarmenn fóru síðan að rannsaka fíakið og grafa það upp, en það var komið á kaf í snjó. Gekk sú vinna erfiðlega. Komust þeir inn í stjórnklefa, en hann var auður. í klefa siglingafræðins fundu þeir hins vegar eina líkið, sem vitað var að fundizt hafi. Talið var að lítils háttar sprenging hafi orðið í flugvélinni, en nánari fregnir af könnuninni á flakinu höfðu ekki borizt í gærkveldi.

HJÁLPARLIÐ OG ÚTBÚNAÐUR

Varpað var niður úr amerískri flugvél tii leitarmannanna skóflum og öðrum verkfærum, sem þeir þurftu að nota við að rannsaka flakið og grafa frá því, og tjaldi úr lítilli íslenzkri flugvél, sem Björn Blöndal og Lárus Óskarsson voru með. Bjóst flokkurinn um til að vera við flakið í nótt og halda áfram leit að mönnunum. Þegar eftir að flakið var fundið, voru gerðar ráðstafanir til að senda liðsafla til aðstoðar þeim sex, er komnir voru að því. Voru sjö menn sendir af stað. og var farið á skriðbílnum eitthvað á móti þeim, þótt ekki sé vitað, hvort hann hafi sótt þá. Var ekki vitað með vissu í gærkvöldi, hvort hjálparliðið væri þá koni ið alla leið.

ÓKUNNUGT UM ORSÖK

Um orsök slyssins verður ekkert sagt með vissu. Flugvélin mun af einhverjum ástæðum hafa flogið niður í jökulinn. Stórviðri var á og mikið niðurstreymi lofts yfir jöklinum svo að flugskilyrði þar voru hin erfiðustu. 

Eins og áður segir liðu heil 14 ár þar til lík hinna þriggja sem í flugvélinni voru, fundust eða árið 1966. Þjóðviljinn skrifaði um líkfundinn:

Lík bandarískra flugmanna finnast á Eyjafjallajökli

Flugvél þeirra fórst með 5 manna áhöfn árið 1952

Um helgina fundust lík þriggja bandarískra flugmanna á Eyjafjallajökli, en rúm 14 ár eru síðan flugvél þeirra fórst á jöklinum með fimm manna áhöfn. Fannst flugvélarflakið og lík eins flugmannsins á jöklinum þrem dögum eftir slysið.

Sl. laugardag voru þeir Guðjón Gíslason og Kjartan Benjamínsson við mælingar þar sem falljökullinn er norðanmeginn í Eyjafjallajökli og fundu þeir lík af tveim mönnum þar á jöklinum. Þeir tilkynntu það strax sýslumanninum í Rangárvallasýslu, og var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kölluð á vettvang. 25 manna hópur úr sveitinni fór þangað austur í birtingu á sunnudag undir stjórn þeirra Sigurðar S. Waage og Magnúsar Þórarinssonar. Björgunarsveitin var komin að jöklinum œn hádegisbilið og um sama leyti kom þangað þyrla frá hernámsliðinu á Keflavíkurvelli. Þar voru einnig fyrir þeir Guðjón og Kjartan og vísuðu á staðinn þar sem líkin voru, um 200 metrum frá jökulröndinni. Líkin lágu þar með nokkurra metra millibili, og um 10 metra þar frá fannst þriðja líkið. Líkin voru að sjálfsögðu óþekkjanleg, en hjá þeim fundust ýmsir munir áletraðir nöfnum, svo að enginn vafi er á að þetta eru lík bandarísku flugmannanna sem fórust þarna á jöklinum fyrir meira en 14 árum. Þetta var björgunarflugvél frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli með fimm manna áhöfn sem Jórst þarna í blindhríð um vorið 1952. Flakið fannst á þriðja degi frá því er slysiðvarð og rétt hjá því lík eins flugmannsins. Fleiri lík fundust ekki en ýmis ummerki bentu til þess aB hinir fjórir hefðu komizt lifandi frá flugvélarflakinu. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir aldrei, en vorið 1964 fundu menn úr björgunarsveitinni Ingólfi giftingarhring og skó á svipuðum slóðum og líkin fundust nú.

Flugbjörgunarsveitin bar lík flugmannanna um borð í þyrluna, sem flutti þá til Keflavíkurflugvallar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -