Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Spyr hvað ríkisstjórn Katrínar geri gagnvart Maduro: „Olía er ástardrykkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson er þekktur fyrir kaldhæðna og hárbeitta pistla sína á Facebook og víðar. Í nýjasta pistli sínum beinir hann spjótum sínum að nýrri vináttu Frakklandsforseta og forseta Venesúela.

Kristinn Hrafnsson. Mynd / EPA

„Mér varð hugsað til Gaddafí sáluga þegar ég sá þetta myndband, mannsins sem var inni eða úti í alþjóðasamfélaginu eftir því hvernig olíuverð hökti á markaði. Hann fór frá þvi að vera hataður skjólveitandi hryðjuverkamanna eftir Lockerbie í að vera virðulegur ríkisleiðtogi sem gat boðið breska forsætisráðherrandum Tony Blair í tedrykkju í Líbísku eyðimörkinni – og svo aftur í að vera hatað skrímsli sem var murkað lífið úr í holræsi með byssusting í afturendanum við mikinn fögnuð Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Nú er Maduro í Venesuela á virðulega stallinum – enda horfa menn löngunaraugum til olíu landsins. Macron Frakklandsforseti daðrar við hann með bróðurást og vill vera í bandi – jafnvel memm,“ skrifar Kristinn í upphaf færslunnar en myndbandið sem hann á við er myndband sem sýnir kærleika á milli forsetanna tveggja. Og hann hélt áfram:

„Nú bíð ég spenntur eftir því hvað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir. Muni ég rétt viðurkennir hún ekki Madoro sem lögmætan forseta og ákvað að leggja lag sitt við fósturson frú Langley í Virginu, hinn geðþekka Juan Guaidó. Frakklandsforseti virðist á öðru máli en Katrín Jakobsdóttir og utanríkisismálayfirvöld í hennar ríkisstjórn. Svo er vert að hafa í huga að íslensk landamæri eru líka galopin fyrir flóttafólki sem er að flýja, að sögn, þennan nýja vin Macrons. Lögregla er ekki að elta það uppi með handjárn á lofti í skjóli nætur. Hvað segir Katrín nú – eða ráðherrann með mörgu nöfnin? Guaidó eða Madúró?“

Í lokaorðum sínum bendir hann á kaldhæðnina í þessu öllu saman.

„Olía er ástardrykkur sem hefur sérstök áhrif á kærleik milli ríkja. Vonandi er ég ekki einn að sjá íoroníuna í þessum olíuborna ástarfundi Maduro og Macron á hliðargöngum loftslagsráðstefnunnar þar sem menn inni í sal eru að tala sig hása um hættuna sem stafar af brennslu svartagullsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -