Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Spyrja hvar palestínski fáninn sé: „Það er ekki hægt að verja þessa slátrun með nokkrum hætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins vilja að fáni Palestínu verði settur upp við ráðhúsið. Kristinn Hrafnsson tekur í sama streng.

Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins skrifaði eftirfarandi færslu í Facebook-hóp Sósíalista í gær:

„Sem borgarfulltrúi finnst mér ljóst að Reykjavík verður að leggja sitt af mörkum til stuðnings Palestínu. Í dag sendum við bréf á alla oddvita í borgarstjórn og spurðum hvort ekki væri orðið tímabært að draga palestínska fánann upp við ráðhúsið. Við getum ekki setið hjá þegar kemur að þjóðernishreinsunum. Vonandi taka fulltrúar annarra flokka undir það.“

Kristinn Hreinsson, ritstjóri Wikileaks er á sömu nótum í nýrri færslu á Facebook, þó hann taki harkalegra til orða. Bendir Kristinn á að nú sé búið að drepa yfir 10 þúsund óbreyttra borgara á Gaza, á aðeins 20 dögum. „Þetta er meira mannfall óbreyttra borgara en í stríðinu í Úkraínu sem staðið hefur í 620 daga (miðað við opinberar tölur á Gaza og frá Sameinuðu þjóðunum og já það er vitað að á báðum stöðum er vantalið).“ Þá bendir Kristinn réttilega á að morð á börnum er margfalt fleiri á Gaza. „Og ég segi morð því það er ekki hægt að verja þessa slátrun með nokkrum hætti.“

Kristinn spyr í færslunni hvar fáni Palestínu sé við opinberar byggingar hér á landi og tók sérstaklega sem dæmi Ráðhús Reykjavíkur en þar hefur úkraínski fáninn blakt. „Ég vil sjá fána Palestínu þar við hún, þó ekki sé til annars en að minnast þessara 4104 barna sem hefur verið slátrað á síðustu 30 dögum.“ Bætti hann svo við að lokum: „Hann má mín vegna vera í hálfa stöng en hann á að vera þarna. Annað er hræsni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -