SS vildi ekki selja grænkerum sinnep

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eigendur veganstaðarins Jömm segja frá því í færslu á Facebook-síðu Jömm að SS hafi neitað að selja þeim sinnep. Með færslunni fylgir skjáskot af skilaboðum frá SS þar sem kemur fram að SS hafi aðeins selt sinnep til þeirra fyrirtækja sem versla pulsur af þeim líka.

„Aðal sinnepsframleiðandi Íslands neitar að selja vegan pölsusölum sinnepið sitt. Við sáum reyndar bara við þeim og sóttum nokkra brúsa í næsta stórmarkað,“ segir í færslunni.

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigandi Jömm segir í samtali við K100 að hún hafi verið hissa að sjá að SS stundaði þessa viðskiptahætti.

Hún bætir svo við að eftir að nýr Jömm pulsuvagn hafi verið settur upp í Faxafeni í vikunni þá hafa komið í ljós að grænkerar séu ekkert sérlega hrifnir af SS-sinnepinu. Hún segir að nú sé verið að skoða hvaða sinnep sé hægt að nota í staðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira