Mánudagur 16. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Staða leigjenda: „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja mánaðarskýrslu. Í henni er bent á að ýmsir mælikvarðar bendi á að ástandið á leigumarkaði sé betra en oft áður. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017.“

 

Auðveldara að ná endum saman

Samkvæmt niðurstöðu skýrslunar má áætla að auðveldara sé fyrir leigendur að ná endum saman í ár en það var á árunum 2017-2020. Í apríl síðastliðnum var hlutfall leiguverðs af launum á höfuðborgarsvæðinu það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til ársins 2013.

Leiguverð lækkað hratt

Leiguverð hefur lækkað umtalsvert, á skömmum tíma, í hlutfalli við fasteignaverð. Flestum er kunnugt um gríðarlegar hækkanir á fasteignamarkaði en lágir vextir  og aukið framboð leiguíbúða hafa gert það að verkum að leiguverð hefur ekki fylgt sömu verðþróun.

Þó gæti þessi þróun snúist við á næstu misserum þar sem vextir hafa hækkað, aukinn fjöldi ferðamanna sæki nú landið og íbúafjöldinn ört vaxandi.

- Auglýsing -

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -