2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Staðir Texas-Magga til sölu

Veitingastaðir Magnúsar Inga Magnússonar, matreiðslumeistara, sem var best þekktur sem Texas-Maggi, eru til sölu en Magnús lést í nóvember.

 

Magnús kom víða við í veitingageiranum, en rak Matarbarinn og Sjávarbarinn þegar hann lést.

Veitingageirinn greinir fá því að staðir Magnúsar, Sjávarbarinn, Grandagarði 9 og Matarbarinn, Laugavegi 178 séu til sölu. Þar segir að til greina komi að selja staðina saman eða sem sjálfstæðar einingar.

Sjávarbarinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi á meðan Matarbarinn sérhæfir sig í heimilismat. Í frétt Veitingageirans segir að báðir staðir séu mjög vel búnir tækjum, með tilbúnar vefsíður og góðan sýnileika á samfélagsmiðlum.

AUGLÝSING


Áhugasömum er bent á að snúa sér Jóns Egilssonar hjá JA lögmannsstofu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum