Miðvikudagur 20. september, 2023
5.8 C
Reykjavik

Stálu fornbíl fyrir utan heimili eigandans: „Maður verður fyrst og fremst reiður“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Volvo Dans V.S. Wiium var stolið fyrir framan heimili hans aðfaranótt föstudags. Grunur leikur á að skipulegur bílþjófnaður sé stundaður á höfuðborgarsvæðinu af erlendum aðilum.

Dan V.S. Wiium hdl. lögmaður og fasteignarsali til 47. ára, varð fyrir því leiðinlega atviki að 960 Volvo bifreið hans sem stóð haðrlæstur við gangstétt fyrir utan heimli hans í „lokaðri einbýlishúsagötu“ eins og hann orðaði það í samtali við Mannlíf. „Það gerðist um eitt leytið eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins, í lægðinni,“ sagði Dan. Bíllinn er 1997 árgerð og því fornbíll en hann er vel með farinn enda er Dan bílasafnari. Aðspurður að því hvort hann hefði einhverja grunaða um stuldin kvaðst hann hafa fengið ábendingu um ákveðna menn. „Það er búið að benda mér á ákveðna erlenda menn sem hafa verið iðnir við að stela en þeir hafa eitthvað aðsetur á Bíldshöfða. En auðvitað hef ég ekkert fyrir mér í því en þeir hafa víst verið gripnir við svona iðju.“

Dan segist hafa haft samband við lögregluna á laugardaginn en að bílaþjófnaður sé ekki efst á verkefnalista hennar, enda hafi hún í nógu að snúast. Bíllinn er eins og áður segir 1997 árgerð af 960 Volvo en það þóttu ansi flottir bílar í denn en fáir slíkir bílar eru á götunni í dag. Dan telur að bíllinn sé jafnvel strax á leið úr landi. „Þeir hafa örugglega stungið honum inn og það næsta sem maður fréttir er að hann verði kominn í gám og á leið út.“

En hvernig líður Dan með þetta?

„Maður verður fyrst og fremst reiður, að fólk geri þetta og eins líka ef maður veit að það er töluvert um þetta. Og svo er ekkert af þessum mönnum að hafa þó þeir fyndust. Ekki það að ég lifi alveg af, ég á nóg af bílum en þetta var ekki bíll sem ég ætlaði að láta frá mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -