Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Starfsfólk ríkisins ferðast fyrir 10 milljónir á degi hverjum: „Þetta er sturlun!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í liðinni viku voru ný fjárlög ríksins kynnt. Töluverður halli er á rekstri ríksins og kynntar voru aðhaldaaðgerðir. Í hlaðvarpsþættinum Pynjunni stikluðu þáttastjórnendurnir á stóru er varða nýútkomin fjárlög og nefna að gert sé ráð fyrir 46 milljarð króna halla í afkomu. Þá verði lögð aukin áhersla á aðhald í ríkisútgjöldum og þar beri helst að nefna lækkun launakostnað stofnanna um fimm milljarða eða því sem nemur fækkun um 200-300 starfsgildi. Þá verður ríkisstarfsfólki verður gert að ferðast minna.

Samantekt alls ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna sýndi að hann nam 3,66 milljarðar í fyrra. „Það eru þrjúþúsundsexhundaðogsextíu milljónir króna – Það eru tíu milljónir á dag!“ benda Arnar Þór Ólafsson og Ingvi Þór Georgsson þáttastjórnendur Pynjunnar á og árétta að þeir viti ekki á hversu marga sú tala deilist. „Þetta er sturlun!“, bendir annar þáttastjórandanna á – Þá sérstaklega þegar búið er að deila heildartölunni niður á dag hvern.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -